- Auglýsing -
Aktívistinn Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er á lista breska ríkisútvarpsins yfir 100 konur ársins 2019.
Ugla Stefanía, formaður Trans Íslands og aðgerðasinni, rataði á lista BBC yfir konur árins 2019. Á listanum eru 100 konur sem raðast í sex flokka og er Ugla í flokknum Identity ásamt 18 öðrum konum.
Ugla segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hún að yfirleitt sé hún ekki mikill aðdáandi lista af þessu tagi en að hún sé þó himinlifandi með að hafa ratað á þennan lista BBC. Hún segir það vera mikinn heiður að vera á listanum ásamt hópi áhrifamikilla kvenna.