Þriðjudagur 3. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Úlfar lögreglustjóri vonast eftir stuttu eldgosi: „Nú verðum við bara að bíða og sjá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvorki erlendir ferðamenn né aðrir gestir hafa verið með vesen og vandræði vegna eldgossins á Reykjanesi að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, þegar hann var spurður út í slíkt af mbl.is. Hann segir að fólk hafi sýnt varkárni og fylgt reglum yfirvalda.

Hann segir verkefni lögreglu mestmegnis hafa gengið á sama hátt og í síðasta gosi. Varðandi aðkomu á svæðið hefur lögreglan lokað Suðurstrandarvegi og hraun rann yfir Grindavíkurveg í nótt. „Í augna­blik­inu er eina aðkomu­leiðin inn og út úr Grinda­vík um Nes­veg,“ sagði lög­reglu­stjórinn.

„Við erum ágæt­lega mönnuð, bæði inni í sam­hæf­ing­ar­stöð og eins í aðgerðastjórn­stöð í Reykja­nes­bæ. Við dróg­um aðeins úr fjölda viðbragðsaðila í nótt og svo mæta menn bara fersk­ir til vinnu í dag, von­andi geng­ur þetta gos fljótt yfir með svipuðum hætti og síðast svo nú verðum við bara að bíða og sjá til,“ sagði Úlfar að lokum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -