Þriðjudagur 17. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Úlfur snýr aftur úr leyfi – Lýsti óboðlegum aðstæðum og álagi á Stuðlum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla, Úlfur Einarsson, er aftur kominn til vinnu eftir að hann hafði verið sendur í ótímabundið leyfi í október. Kemur þetta fram í frétt RÚV.

Í október fjallaði Kveikur á RÚV, um stöðu mála á Stuðlum en starfsfólk og fyrrum skjólstæðingar meðferðarheimilisins lýstu óbærilegum aðstæðum þar vegna gríðarmikils álags og erfiðra mála.

Í samtali við RÚV staðfesti Úlfur að hann væri aftur kominn í vinnuna en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um leyfið sem Barna- og fjölskyldustofa sendi hann í fyrir tveimur mánuðum síðan.

Úlfur lýsti því meðal annars í Kveik-þættinum, hvernig vistanir barna í gæsluvarðhaldi og afplánun hefðu stundum áhrif á þjónustu annarra barna og setti hana jafnvel í uppnám. Þá væru aukreitis blöndun barna með mjög flókinn og ólíkan vanda orðin allt of mikil.

Þar að auki lýsti Úlfur langvarandi og miklu álagi á starfsfólk en sjö þeirra höfðu fengið höfuðhögg frá skjólstæðingum sínum, á síðustu fjórum mánuðum fyrir þáttinn. Sagði hann ennfremur að erfitt væri að tryggja öryggi á meðferðarheimilinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -