- Auglýsing -
Húsfyllir var á samfélagskvöldverði No Borders Iceland-samtakanna á laugardagskvöldið.
Um það bil 100 flóttafólks frá öllum heimshornum var boðið í samfélagskvöldverð með inngildingu að leiðarljósi.
Samkvæmt No Borders Iceland var fullt upp að dyrum og átti fólkið saman „ómetanlega og fallega kvöldstund sem einkenndist af dásamlegum mat, samstöðu og mannúð.“
Á viðburðarfærslu samtakanna á Facebook má sjá eftirfarandi kveðju:
„Við þökkum öllum fyrir árið sem er að líða og óskum ykkur gleðilegs nýs árs af áframhaldandi samstöðu og óbilandi baráttu gegn landamæraofbeldi.“