Laugardagur 14. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ósáttur með ákvörðun RÚV vegna Eurovison: „Þetta er ekkert annað en rakinn fíflagangur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson hneykslast á ákvörðun Ríkisútvarpsins um að halda söngvakeppni sjónvarpsins en láta sigurvegarann ákveða hvort keppt verði í Eurovision í Svíþjóð.

Gríðarleg pressa hefur verið á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, á að slaufa keppninni í ár, í ljósi þess að Ísrael fær að keppa í Malmö, þrátt fyrir það þjóðarmorð sem ríkið hefur framið á Palestínumönnum undanfarna þrjá mánuði. Sem dæmi má nefna skrifuðu yfir 500 tónlistarfólk undir áskorun um að Ríkisútvarpið hætti við að taka þátt í Eurovision þetta árið og stjórn Félags tónskálda og textahöfunda sendi einnig áskorun á RÚV, þar sem hins sama var krafist.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson hittir oft naglann á höfuðið enda eru Facebook-færslur hans að jafnaði nokkuð vinsælar. Í nýlegri færslu skrifar hann við frétt um ákvörðun Ríkisútvarpsins um að halda söngvakeppni sjónvarpsins en ákveða eftir á, í samráði við sigurvegarann, hvort fara eigi með sigurlagið í Eurovision-söngvakeppnina sem haldin verður í Malmö í vor. Kallar Björn ákvörðun RÚV að leggja það á sigurvegarann hvort taka eigi þátt í Eurovision, „ræfilslega“. Þá segir hann einnig að þetta sé „rakinn fíflagang sem ber vott um alvarlega vanhæfni í starfi.“

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Þetta er óttalega ræfilsleg ákvörðun. Að ætla að leggja það alfarið á sigurvegarann hér heima hvort Ísland tekur átt í Eurovision þetta árið.

Þeir sem eru á góðum launum við að stjórna eiga að þora að taka ákvarðanir, en ekki velta þeim yfir á aðra.
Þetta er ekkert annað en rakinn fíflagangur sem ber vott um alvarlega vanhæfni í starfi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -