Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Umboðsmaður barna segir ástandið óviðunandi: „Ekkert meðferðarúrræði til staðar fyrir drengi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, fer hörðum orðum um ástandið sem ríkir í málefnum barna með fjölþættan vanda í bréfi til mennta- og barnamálráðherra.

Eitt af því sem hún nefnir sérstaklega er að rými sem var útbúið fyrir neyðarvistun barna í Hafnarfirði sé með öllu óviðunandi fyrir þá starfsemi sem á að fara þar fram en rýmið var opnað tímabundið eftir brunann á Stuðlum.

„Í dag er ekkert meðferðarúrræði til staðar fyrir drengi á Íslandi, þar sem engin hefðbundin meðferðardeild er nú starfrækt á Stuðlum og meðferðarheimilinu að Lækjarbakka hefur verið lokað. Samkvæmt upplýsingum embættisins stendur til að opna nýtt meðferðarúrræði fyrir lok árs í Skálatúni en ekki er gert ráð fyrir að heimilið geti sinnt þjónustuþörf allra barna sem á þurfa á halda. Starfsemi Stuðla hefur verið verulega skert eftir að bruni varð í október sl., þar sem 17 ára barn lést í umsjá yfirvalda,“ skrifar Salvör í bréfinu til ráðherra en í bréfinu minnir umboðsmaðurinn ráðherrann á þær skyldur sem hvíla á íslenska ríkinu samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

„Óskar umboðsmaður barna þess að fá upplýsingar um afstöðu ráðuneytisins vegna þeirrar stöðu sem lýst hefur verið hér að framan. Ennfremur óskar embættið eftir upplýsingum um það með hvaða hætti ráðuneytið hyggst bregðast við því neyðarástandi sem skapast hefur í málaflokknum, með hliðsjón af skyldum ríkisins samkvæmt Barnasáttmálanum. Þá óskar umboðsmaður einnig eftir upplýsingum um það hver framtíðarsýn ráðuneytisins er varðandi meðferðarkerfið á Íslandi og hvernig skipulag og uppbygging þess geti tryggt að hægt sé að bregðast við ófyrirsjáanlegum atvikum án þess að skerða eða afnema þurfi þjónustu við börn sem á þurfa að halda.“

Þá minnir umboðsmaður yfirvöld á að samkvæmt lögum ber yfirvöldum að veita umboðsmanni þær upplýsingar sem hann telur nauðsynlegar til að geta sinnt hlutverki sínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -