Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Umboðsmaður barna vill stöðva áfengissölu á íþróttaviðburðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umboðsmaður barna vill að Reykjavíkurborg framfylgi eigin reglum um áfengissölu á íþróttaviðburðum.

Áfengisneysla hefur færst í aukana á íþróttaviðburðum á Íslandi en sem dæmi er slíkt með öllu bannað í reglum Reykjavíkurborg en í þeim stendur „Áfengisveitingar í íþróttamannvirkjum í tengslum við íþróttaviðburði eru bannaðar. Undir þetta ákvæði falla áfengisveitingar fyrir eða eftir íþróttaviðburð eða á meðan á honum stendur.“

Þrátt fyrir þetta hafa undanþágur á þessu verið veittar sem heimila áfengisveitingar á einstaka íþróttaviðburðum og má þar á meðal nefna knattspyrnulandsleiki. Sumum þykir þetta skjóta skökku við enda séu íþróttaviðburðir oftar en ekki fjölskylduviðburðir.

Hagsmunaaðilar spurðir

Í júlí óskaði Reykjavíkurborg eftir umsögn frá umboðsmanns barna varðandi þessar reglur borgarinnar en var borgin að skoða hvort almennur áhugi væri frá hagsmunaaðilum að fella niður reglurnar eða breyta þeim.

Umboðsmaður barna telur alls ekki að fella eigi ákvæði 11. gr. niður eða breyta því. Ákvæðið leggur bann við veitingu áfengis í íþróttamannvirkjum og telur umboðsmaður ekki undir neinum kringumstæðum að breytingar, sem hafa í för með sér aukna áfengisneyslu eða áfengisveitingar á íþróttaviðburðum þar sem börn eru viðstödd eða taka þátt, geti samrýmst þeirra bestu hagsmunum,“ segir í umsögn umboðsmanns barna um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -