Tillaga Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að skipa Svanhildi Hólm Valsdóttur sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum kemur Hauki Arnþórssyni stjórnsýslufræðingi á óvart. Sendiherrastaðan í Bandaríkjunum er almennt talinn sú stærsta og mikilvægasta í íslensku stjórnkerfi. Svanhildur var lengi aðstoðarmaður Bjarna og mun hún vera sendiherra í fimm ár verði tillaga Bjarna samþykkt.
„Já, það er virkilega búið að lækka þröskuldinn fyrir sendiherratign með ráðningu Svanhildar Hólm en hennar upphefð í þessum efnum er mjög fágæt,“ sagði Haukur í viðtali við RÚV um málið. Tillaga Bjarna hefur verið gagnrýnd af andstæðingum hans og segja sumir að þetta bendi til þess að Bjarni sé að hætta í stjórnmálum.
„Þetta virkar á mig eins og eitthvað alveg nýtt. Hér áður voru fyrrverandi stjórnmálamenn stundum gerðir að sendiherrum og það var gagnrýnt, en það hefur að mestu verið aflagt,“ sagði Haukur að lokum
„Þá er augljóst að Bjarni er að hætta í pólitík. Hann er að gera upp við það fólk sem studdi hann gengum alla skandalana sem hann hefur óð út í. Bjarni borgar auðvitað ekki kostnaðinn við þessar gjafir, við verðum áratugi að borga laun þessa fólks, meðan það flakkar á milli sendiráða,“ sagði Gunnar Smári Egilsson blaðamaður í færslu á Facebook.