Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Umdeildur bæjarstjóri ósáttur með þyrluflug: „Þetta er gríðarleg hljóðmeng­un“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásdís Kristjánsdóttir, umdeildur bæjarstjóri Kópavogsbæjar, er ósátt með mikið þyrluflug yfir bænum.

Eins og margir höfuðborgarsvæðinu vita hefur þyrluflug aukist talsvert undanfarnar vikur. Er þar helst að þakka eldgosinu á Reykjanesi. Ekki eru allir sáttir með þessa auknu þyrluumferð og hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins margir kvartað undan hávaða. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, tekur undir þessar kvartanir.

„Við höf­um sann­ar­lega fengið kvart­an­ir frá Kópa­vogs­bú­um og höf­um veru­leg­ar áhyggj­ur af þessu,“ sagði Ásdís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, í samtali við Morgunblaðið en Ásdís hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarna daga vegna leikskólamála í bæjarfélaginu.

„Við telj­um að hljóðmæl­ing­ar muni leiða í ljós að hljóðmeng­un fari yfir leyfi­leg mörk,“ sagði hún um næstu skref í málinu. 

„Þetta er gríðarleg hljóðmeng­un. Það skipt­ir öllu máli að finna staðsetn­ingu sem hent­ar bæði Kópa­vogi og nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög­um svo að hljóðmeng­un sé sem minnst og helst eng­in,“ en Ásdís telur Hólmsheiði og Sandskeiðsflugvöll ekki heppilega valkosti en þeir staðir hafa verið nefndir í umræðunni um nýja staðsetningu fyrir þyrluflug.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -