Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Umferðarslys á Suðurlandi – Hópslysaáætlun virkjuð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, en smárúta lenti í umferðarslysi á Skeiðarársandi að sögn lögreglunnar.

Hópslysaáætlun var virkjuð og allir viðbragðsaðilar kallaðir út, þar á meðal björgunarsveitir á Suðurlandi. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, eru viðbragðsaðilar úr nærliggjandi þéttbýliskjörnum og sjúkraflutningamenn, lögregla og björgunarsveitir komin á vettvang.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við fréttastofu RÚV að sjö hafi verið um borð í smárútunni er hún valt. Þeir eru allir með  meðvitund og verið er að hlúa að þeim á vettvangi. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl hinna slösuðu eru.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sjúkraflugvél frá Akureyri, sem stödd var á Höfn í Hornafirði, hafa verið kallaðar út.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -