Umferðaslys var á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalvegar á áttunda tímanum í morgun. Lögreglan verst frétta.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum var umferðaslys á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalvegar á áttunda tímanum í morgun en tveir lögreglubílar voru á vettvangi rétt um klukkan átta. Vitni sem Mannlíf ræddi við var ekki viss hvort árekstur hafi orðið eða hvort keyrt hafi verið á gangandi vegfaranda en manneskja lá á jörðinni og lögreglan breiddi teppi yfir hana til að halda hita á henni.
Er Mannlíf hringdi í lögregluna í Kópavogi varðist hún allra frétta og bar fyrir sig persónuverndarlögum. Gat hún ekki einu sinni tjáð sig hvort um alvarlegt slys var að ræða eður ei.
Fréttin verður uppfærð.