Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Umsátursástand þegar sérsveitin umkringdi verbúð: „Það var bíómyndarstæll á þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umsátursástand myndaðist á Bíldudal í apríl árið 1991, þegar lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, umkringdu verbúð.

Lögreglan á Patreksfirði reyndi, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, reyndi í fjóra klukkutíma að sannfæra 26 ára mann frá Höfuðborgarsvæðinu, sem hafði unnið í fiski á Bildudal í um mánuð, um að leggja frá sér hlaðna haglabyssu og riffil sem hann var vopnaður, inni í verbú á Bíldudal. Að lokum neyddist sérsveitin að leggjast til atlögu en ekki tókst betur en svo í byrjun, en að táragassprengju sem fleygja átti í gegnum rúðu á húsinu, lenti fyrir utan húsið og sprakk fyrir utan. Vitni að atganginum lýsti honum sem svo að þetta hafi verið eins og „Rambómynd“. Að lokum ruddist sérsveitin inn í húsið og yfirbugaði manninn. Var hann fluttur til Reykjavíkur til yfirheyrslu.

Frétt um málið birtist í DV á sínum tíma en hér má lesa hana:

Umsátursástand á Bíldudal þegar lögreglan umkringdi verbúð:

„Var eins og í Rambómynd“

– rúður brotnar og kúlnagöt á húsinu, sagði Rúnar Gunnarsson, einn áhorfenda

„Ég varð fyrst var við ástandið um klukkan átta þegar ég var að fara í vinnuna. Þá var lögreglan að vísa öllum í burtu. Skömmu síðar kom víkingasveitin og fór að raða sér í kringum húsið. Lögreglumennirnir kölluðu á manninn í gegnum gjallarhom – báðu hann um að leggja vopnin frá sér og koma út en án árangurs. Það var svo klukkan hálf ellefu sem hlutirnir fóm að gerast og lætin byrjuðu,“ sagði Rúnar Gunnarsson, verslunarmaður í Edinborg í Bíldudal, í samtali við DV í gær. Rúnar fylgdist með umsátursástandinu þegar sérsveit lögreglunnar í Reykjavík reyndi að fá 26 ára karlmann frá höfuðborgarsvæðinu til að leggja frá sér haglabyssu og riffil sem hann hafði undir höndum í verbúð að Dalbraut 32 í Bíldudal í gærmorgun. Maðurinn, sem hafði verið í fiskvinnu í Bíldudal í um einn mánuð, átti ekki vopnin. Þau voru í eigu annars manns sem ekki var í húsinu, að sögn heimamanna. Maðurinn var fluttur til Reykjavíkur og er nú í haldi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Óvíst var í morgun hvort hann yrði settur í gæsluvarðhald og látinn sæta geðrannsókn.

Hleypti ekki af skotum

Sjónarvottar sem DV ræddi við í gær telja að maðurinn hafi hleypt af skotum. Lögreglan á Patreksfirði segir hins vegar að það sé misskilningur enda hafi það komið í ljós þegar vopnin voru skoðuð á eftir. Þau voru þó hlaðin og var þeim á tímabili beint að lögreglumönnum fyrir utan. Lögreglan ræddi við manninn meira og minna í fjórar klukkustundir í síma á meðan víkingasveitarmenn voru á leið vestur og þegar þeir voru búnir að stilla sér upp fyrir utan verbúðina við Dalbraut 32. „Víkingasveitarmenn voru við húsgaflinn. Síðan heyrðist hljóð eins og í haglabyssu og það heyrðist líka riffilhljóð,“ sagði Rúnar. „Það var bíómyndarstæll á þessu. Maðurinn var inni með einhleypu og átján skota riffil. Víkingasveitarmennirnir reyndu að skjóta inn táragassprengju og rúður brotnuðu í húsinu. Fyrst tókst það þó ekki hjá þeim. Þeir hittu ekki á gluggann, sprengjan lenti fyrir utan og mikill reykur blossaði upp,“ sagði Rúnar.

- Auglýsing -

Skutu upp að glugganum

„Okkur sýndist maðurinn skjóta út í gegnum glerið. Þetta var orðið virkilega spennandi og stóð yfir í nokkrar mínútur. Það voru tveir víkingasveitarmenn alveg við húsgaflinn en maðurinn var í glugganum fyrir ofan þá. Þegar skotið kom tóku víkingasveitarmennirnir við sér og hlupu niður fyrir húsið. Við sáum þá beina byssunum upp. Síðan skutu þeir upp að gluggunum. Eftir smá tíma kom svakaleg sprenging fyrir utan húsið og mikill blossi – það var svo mikill hávaði að það bergmálaði á milli fjallanna. Eftir þetta ruddust víkingasveitarmennirnir inn. Þeir fóru upp tröppur á annarri hæðinni með gasgrímur á sér og með skjöld fyrir framan sig. Þetta var eins og í Rambómynd. Svo komu þeir með manninn út. Þetta voru mikil læti,“ sagði Rúnar. Hann sagði jafnframt að nánast allar rúður væru að einhverju leyti brotnar í húsinu, kúlnagöt voru í gluggum, körmum og á útihurð. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -