- Auglýsing -
Helga Vala Helgadóttir vekur athygli á frétt mbl.is þar sem fram kemur að umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fækkað um 60 prósent á milli ára. Helga Vala spyr hverjum eigi nú að kenna um laskaða innviði.
„Hverjum á næst að kenna um laskaða innviði? Popúlískir stjórnmálamenn byrjuðu á öryrkjunum og svo beindu þau spjótum sínum að fólki á flótta. Verður það gamalt fólk næst eða kannski fólk með fötlun?“ spyr Helga Vala í nýrri Facebook-færslu.
Þá segir lögfræðingurinn að stjórnvöld „kyrji sömu möntruna ár eftir ár“:
„Kyrja sömu möntruna ár eftir ár: það er pólitísk ákvörðun að vanfjármagna grunninnviði okkar.“
Að lokum kemur Helga Vala með áhugaverðan punkt.
„Það er ekki náttúrulögmál að þeir séu eins laskaðir og raun ber vitni.
Það er líka pólitísk ákvörðun að neita að horfast í augu við þann óhemjukostnað sem leggst á ríki, sveitarfélög og allan almenning að halda í örkrónu í smáríkinu Íslandi. Milljarðar til einskis en því miður þá virðist ekki tími til að taka á því glóruleysi.“