Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Undrast nýjustu skattlagninguna – Nægir fjármunir til í varasjóði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaður Flokks fólksins vekur athygli á því að til sé varasjóður til að bregðast við ófyrirsjáanlegum útgjöldum, þar á meðal vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga. Hins vegar hafi talsverðar upphæðir í sjóðnum verið notaðar í leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu á dögunum og vegna hælisleitenda.

Á dögunum samþykkti Alþingi frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga en þar er gert ráð fyrir að lagt sé til árlegt gjald á allar húseignir sem nemur 0,08‰ af brunabótamati, samkvæmt lögum um brunatryggingar. Með þessari leið verður hægt að fjármagna framkvæmdir til mannvirkja til að verja innviði.

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins var í viðtali á Útvarpi Sögu þar sem hann benti á að til er sérstakur varasjóður til að bregðast við ófyrirsjáanlegum útgjöldum en í frumvarpi til fjáraukalaga 2023 er talað um að tæpir 3,8 milljarðar séu eftir í sjóðnum „til að bregðast við óvæntum og óhjákvæmilegum útgjöldum, s.s. vegna
jarðhræringa og mögulegra eldsumbrota á Reykjanesi fyrir lok þessa árs ef til þess kæmi.“

Þá segir einnig í frumvarpi til laga um opinber fjármál, til skýringa um 24. gr. þeirra laga eftirfarandi: „Tilgangur óskiptrar fjárheimildar hefur m.a. verið að mæta hækkunum launa og verðlags ásamt ófyrirséðum útgjöldum, þ.m.t. gengisbótum vegna veikari stöðu gjaldmiðilsins en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga, útgjöldum vegna eldgosa og náttúruhamfara auk útgjalda vegna kjarasamninga.“

„Það að þessi varasjóður skuli ekki vera notaður í þetta þykir mér alveg furðulegt en á þessu ári voru settir í þennan varasjóð 34 og hálfur milljarður og það er reyndar búið að nota megnið af því en í frumvarpinu um fjáraukalög kemur fram að í sjóðnum sé núna 3,8 milljarðar,“ segir Eyjólfur í viðtalinu.

- Auglýsing -

Eyjólfur lagði fram breytingatillögu ásamt Halldóru Mogensen úr Pírötum, Bergþóri Ólasyni frá Miðflokknum og Sigmari Guðmundssyni í Viðreisn, þess efnis að skatturinn sem nefnist forvarnargjald yrði felldur út úr frumvarpinu og að hinn svokallaði varasjóður yrði nýttur eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum til að bregðast við óvæntum og ófyrirséðum fjárútlátum. Var hún felld.

Kemur fram í viðtalinu að 19,5 milljarðar úr sjóðnum hafi farið í launahækkanir, ríkisábyrgð vergna stuðningslána sem eru um það bil 200 milljónir og 25 milljónir í samhæfingarteymi vegna stöðu um móttöku flóttafólks, svo dæmi séu tekin. Þá var notaður 1,5 milljarður fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu. Að auki fóru 237 milljónir úr sjóðnum vegna riðu í Miðfirði og embætti ríkislögreglustjóra fékk 198 milljónir vegna eldgosa og snjóflóða. Veðurstofa Íslands, vegna eldgosa og Seyðisfjörður, vegna uppsetningu mæla, fengu 55 milljónir úr sjóðnum. Og eftir eru um 3,8 milljarðar króna. Samkvæmt frumvarpi Katrínar er áætlaður kostnaður við uppbyggingu varnargarðs við Svartsengi 2,3 milljarðar króna auk 20 prósenta óvissu sem gert er ráð fyrir að minnki þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -