Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Ung hjón urðu næstum úti á hálendinu: „Þau voru hálfpartinn búin að leggjast fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég vil meina að það hafi orðið mannbjörg. Við sóttum ung hjón sem voru í brúðkaupsferð uppi á hálendinu. Þau voru orðin mjög blaut og hrakin og hálfpartinn búin að leggjast fyrir.  Annar ferðamaður hafði komið að þeim og var að reyna að berja þau áfram þegar við komum að þeim.“

Þetta segir Arnaldur Haraldsson hjá björgunarsveitinni Súlum í samtali við RÚV. Hann segir að minnstu hafi munað að brúðkaupsferð erlendra hjóna hafi endað í harmleik. Þau voru hársbreydd frá því að verða úti í illviðrinu á hálendinu í síðustu viku.

Arnaldur segir að hálendisvaktin sé sjaldnast að bjarga Íslendingum. Langoftast séu þetta erlendir ferðamenn en Íslendingar sem fara á þessi svæði vita yfirleitt við hverju sé að búast. Þeir útlendu séu oft illa búnir varðandi aðstæður og veður.

„Það er mikið um að fólk sé illa búið, bæði illa klætt og illa búið til fótanna, kannski gangandi á sandi og hrauni í lélegum strigaskóm. Menn eru að hrasa og detta og hrufla sig, og eins þegar þú ert að ganga í hrauni, þá þarf lítið til að þú hruflir þig ef þú dettu,“ segir Arnaldur við RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -