Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Ungarnir í Ármúlanum – Ripp og Rapp stækka hratt en Rupp ekki: „Þetta er harður heimur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungarnir þrír sem tjaldaparið Tryggvi og Tryggvína eignuðust á dögunum vaxa nokkuð hratt þessi dægrin – það er að segja flestir.

Þannig er mál með vexti að tveir unganna, Ripp og Rapp, vaxa og dafna nokkuð vel á meðan Rupp er hálfdrættingur á við bræður sína að stærð og atgervi.

Blaðamenn Mannlífs urðu vitni að ansi spaugilegu atviki hjá ungunum í morgun. Þá kom Tryggvi með stærðarinnar ánamaðk handa þeim en sá litli greip hann og hljóp með hann í burtu. Rapp tók þá á rás á eftir honum en gafst að lokum upp. Því næst kom Tryggvi og tók orminn af þeim litla og gaf Rapp orminn. Þeim stutta leist ekkert á það og hljóp á eftir honum.

Þó að blaðamönnunum hafi fundist þessi eltingaleikur skemmtilegur er raunveruleikinn á bak við hann allt annað en léttvægur. Mannlíf heyrði í líffræðingnum Sölva Rúnari Vignissyni sem sérhæfir sig í tjöldum og spurði hann út í bæði fjölda unganna og stærð þeirra. „Þetta er mjög eðlilegur fjöldi unga en tjaldar verpa venjulega einu eggi og upp í allra mesta lagi fimm, en ég hef nú bara einu sinni séð það.“ Ástæðuna fyrir stærðarmuninum á ungunum segir Sölvi vera þá að tveir þeirra fái meira að borða en sá þriðji. „Þá eru þeir að gefa hinum tveimur meira að éta, þeir eru frekari. Þeir gera þetta af því að þeir halda að það sé ekki næg fæða handa þeim öllum. Þá einbeita þeir sér að þeim frekari og sá þriðji drepst. Þetta er harður heimur.“

Nú eru blaðamenn Mannlífs að skrifa upp björgunaráætlun svo koma megi Rupp á legg en meira um það síðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -