Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Ungi hásetinn sem hvarf í Portúgal: „Friðjón var hinn mesti efnismaður, tápmikill og vel gefinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn ungi og efnilegi Friðjón Friðriksson gerðist háseti á flutningsskipinu Vestra og fór með því til Portúgal. Þegar skipið lá við bryggju í hafnarborginni Oporto, brá hann sér frá borði en ekki vissu skipsfélagar hans um tilgang hans. Friðjón fannst aldrei aftur.

Friðjóni var líst sem miklum efnismanni, tápmiklum og vel gefnum en hann var aðeins 21 árs gamall þegar hann hvarf sporlaust í hafnarborginni Oporto í Portúgal, 30. janúar árið 1930.

Alþýðublaðið sagði frá hvarfinu þann 8. febrúar, 1930:

Ungur Íslendingur hverfur i Portúgal.

Síðast þegar flutningaskipið „Vestri“ var hér réðist á skipið ungur Reykvíkingur, Friðjón Friðriksson að nafni. — Síðan fór skipið út og er nú sem stendur í Oporto í Portúgal. Kom skeyti frá skipstjóra skipsins s.l. laugardag hingað, er skýrði frá því, að Friðjón væri horfinn, mikil leit hafi verið gerð að honum, en hún hafi engan árangur borið. — Friðjón var hinn mesti efnismaður, tápmikill og vel gefinn. Hann var félagi í F. U. J.

Morgunblaðið fjallaði sömuleiðis um hvarfið, sama dag og Alþýðublaðið:

Íslendingur hverfur í Portúgal.

Á laugardaginn var kom hingað skeyti um það frá flutningaskipinu „Vestra“, er þá lá í Oporto í Portúgal, að einn af hásetum skipsins, Friðjón Friðriksson, væri horfinn. Var gerð mikil leit að manninum, en enn hefir hann ekki fundist og eru litlar líkur taldar til þess, að hann muni vera á lífi.  

- Auglýsing -

Þann 9. apríl 1930 birtu foreldrar Friðjóns, þau Jónína Björg Jónsdóttir og Friðrik Hansson, tilkynningu í Alþýðublaðinu þar sem sagt var frá andláti Friðjóns. Var hann þar sagður hafa drukknað en það hefur þótt sennilegasta dánarorsökin:

Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að okkar elskulegur sonur og bróðir, Friðjón Friðriksson háseti á Vestra, drukknaði 30 janúar s. 1. 1930 í Óportó í Portúgal. Jónína Björg Jónsdóttir. Friðrik Hansson og börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -