Lögregla var kölluð út á Seltjarnarnes í gær eftir að tilkynnt var um þjófnað í verslun. Tveir aðilar liggja undir grun, báðir undir átján ára aldri. Málið var því unnið í samvinnu með foreldrum og barnavernd.
Síðar um kvöldið var brotist inn í fyrirtæki í hverfi 108 en engar frekari upplýsingar komu fram í dagbók lögreglu. Í Árbæ var bifreið ekið á tré. Ökumaður var fluttur á bráðadeild til skoðunar en ekki er vitað um meiðsli. Þá sinnti lögregla umferðareftirliti og stöðvaði þrjá ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.