Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ungir umhvefissinnar senda tvo fulltrúa á COP29: „Aðgerðarleysi Íslands í loftlagsmálum er ærandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungir umhverfissinnar (UU) senda tvo fulltrúa á 29. aðildaríkjaþing Sþ. um loftslagsbreytingar (COP29) sem haldið verður á næstunni í Baku, Aserbaidjsan til að fylgjast grannt með ákvörðunum sem þar verða teknar. UU sendu einnig fulltrúa á COP26, COP27 og COP28 og hafa því góða reynslu af því hvernig best er að taka þátt og miðla upplýsingum frá þessum vettvang, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá UU. Á ráðstefnunni munu fulltrúar UU taka þátt í ýmsum viðburðum, halda kynningar, fylgjast með samningaviðræðum, veita sendinefnd Íslands aðhald, funda með öðru ungu fólki, ýmsum samtökum og ráðafólki. Nánari upplýsingar um markmið UU á COP29 má finna hér.

Kröfur UU til stjórnvalda í aðdraganda COP29

Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld:

  1. Uppfæri landsframlag sitt til að stefnt sé að 55% samdrætti í heildarlosun Íslands fyrir árið 2030 m.v. 1990. Við viljum að þetta verði gert strax og að landsframlaginu verði skilað inn til rammasamnings Sþ. um loftslagsbreytingar á COP29 eins og fjölmörg önnur ríki hyggjast gera.
  2. Taki virkari þátt í samningaviðræðunum og þrýsti markvisst á metnaðarfullar niðurstöður á aðildaríkjaþinginu.
  3. Þrýsti sérstaklega á að loftslagsréttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum á þinginu.
  4. Auki þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sem tengist loftslagsmálum.
  5. Sýni gott fordæmi hér heima með því að grípa til mun róttækari mótvægisaðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sem staðið hefur í stað undanfarin ár.

„Aðgerðarleysi Íslands og annarra vestrænna ríkja í loftslagsmálum er ærandi. Sumarið 2024 var heitasta sumar sem hefur mælst á norðurhveli jarðar en samt sem áður er umfjöllun um loftslagsbreytingar að minnka og þær settar á aftasta bekkinn hjá nánast öllum íslenskum stjórnmálaflokkum. Rík lönd í forréttindastöðu eins og Ísland þurfa að opna augun og átta sig á alvarleika loftlagskrísunnar sem ríkir á heimsvísu. Ísland þarf að grípa til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þessar breytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á náttúrufar og lífsskilyrði fólks á Íslandi, sem skapar vaxandi áskoranir fyrir efnahag, samfélag og náttúru— og þetta er bara byrjunin. Við getum enn takmarkað hlýnun jarðar við 1,5°C og í því felast gríðarleg tækifæri til að bæta samfélagið okkar í leiðinni.“ Þetta segir Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra umhverfissinna í fréttatilkynningunni.


Þá segir  Hrefna Guðmundsdóttir, nefndarmeðlimur í Ungum umhverfissinnum að allir þurfi að leggja hönd á plóg.

- Auglýsing -

„Við þurfum öll að taka höndum saman og leggja okkar af mörkum til að tryggja farsæld og framtíð jarðarinnar. Til að ná því markmiði þarf skýrar og raunverulegar aðgerðir, þar sem allir leggja hönd á plóg. Við verðum að horfast í augu við þessa sameiginlegu áskorun og stilla saman strengi, því framtíð jarðarinnar er í okkar höndum.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -