Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Unglingar á hlaupahjóli spreyjuðu piparúða á skemmtistaðaraðir – Einn handtekinn fyrir axarárás

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt dagbók lögreglu gekk á ýmsu í gærkvöldi og í nótt á höfuðborgarsvæðinu og tilkynningarnar með fjölbreyttasta móti.

Beiðni barst lögreglu vegna aðila sem óskaðist fjarlægður af heilbrigðisstofnun í miðbæ Reykjavíkur. Sá hafði verið með ógnandi tilburði við starfsfólk en lögreglan kom á vettvang og rak aðilann út. Þá var öðrum aðili með óspektir á safni í miðbænum en lögreglan handtók hann en sleppti að lokinni yfirheyrslu.

Tveir aðilar á einu hlaupahjóli stunduðu það að renna sér framhjá fólki sem beið eftir að komast inn á skemmtistaði í miðbæ Reykjavíkur og spreyja piparúða yfir fólkið og fara svo á brott. Þurfti einhverjir aðhlynningu eftir árásirnar. Lögreglan náði mönnunum stuttu síðar og er málið nú komið á borð lögregleglu sem og barnaverndar en mennirnir voru báðir undir 18 ára aldrinum.

Einnig barst lögreglu tilkynning um innbrot í skartgripaverslun en þjófurinn komst undan með talsvert magn skartgripa. Lögreglan leitar hans nú.

Ökumaður rafskútu missti stjórn á henni og datt. Kom í ljós að maðurinn var drukkinn og því kærður fyrir athæfið.

Dyraverðir á skemmtistað í Hafnarfirði óskuðu eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem lét öllum illum látum. Starfmennirnir gerðu engar aðrar kröfur en að manninum yrði fjarlægður hugðist lögreglan aka manninum heim til sín. Aðilinn var hins vegar víðáttu ölvaður og neitaði að gefa upp nafn og kennitölu. Var hann því handtekinn og skilríkja leitað á honum. Þau reyndust engin. Síðasta úrræði lögreglu var að reyna að fá manninn til að gefa upp heimilisfang svo hægt væri að aka honum heim á leið en hann neitaði einnig að gefa það upp. Vegna þess hversu stjörnufullur maðurinn var, gat lögreglan ekki skilið við manninn og var hann því vistaður í fangaklefa. Má búast við vandræðalegum morgni.

- Auglýsing -

Þá barst lögreglu tilkynningu um mann sem hafði veist að öðrum með exi í Hafnarfirði. Sá grunaði gaf sig fram og gistir nú fangageymslur lögreglu.

Tilkynnt um mann sem hafði veist að öðrum með exi. Hinn grunaði gaf sig fram og gistir nú fangageymslur lögreglu.

Ráðist var á ungmenni við verslunarmiðstöð í Kópavogi og er málið komið á borð lögreglu og barnaverndar.

- Auglýsing -

Þá veitt lögreglan í Kópavogi bifreið athygli og gaf ökumanninum merki um að stöðvar aksturinn. Eftir að ökumaðurinn hlýddu þeirri beiðni gerði hann sér lítið fyrir og hljóp á brott ásamt farþega. Náði lögreglan öðrum þeirra og gistir hann nú fangageymslur lögreglunni. Er grunur um að hann hafi ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk þess að vera sviptur ökuréttindum. Aukreitis fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu.

Lögregla veitti bifreið athygli og gaf ökumanni merki um að stöðva aksturinn. Ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina og hljóp á brott ásamt farþega. Lögregla náði öðrum þeirra og gistir hann nú fangageymslur lögreglu. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk þess að vera sviptur ökuréttindum. Að auki fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu

Að lokum var tilkynnt um fólk sem hafði brotist inn í sundlaug í Mosfellsbæ. Ekki vissi ritari dagbókar lögreglu hvort einhver hafi verið á vettvangi er lögreglu bar að.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -