Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Unglingsdrengir rændu 200 kílóa peningaskáp – Frömdu tíu innbrot á tveimur mánuðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1946 var stóraukning á innbrotum í Reykjavík, eitt þeirra var það stærsta frá upphafi. Var það þegar þjófar náðu að ræna 200 kílóa þungum peningaskáp af annari lyftulausu skrifstofuhúsnæði. Enginn varð var við þessi ósköp en lögreglan í Reykjavík var handviss að um þaulvana glæpamenn væri að ræða.

Miðvikudaginn 27.febrúar árið 1946, hálfu ári eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk, var brotist inn í húsnæði útgerðarinnar Kveldúlfs við Skúlagötu. Kveldúlfur var stærsta útgerð landsins og var hún í eigu athafnamannsins Thors Jensen og sona hans. Thor var danskur en flutti ungur til Íslands þar sem hann varð þjóðþekktur, synir hans sáu að mestu um útgerðina þegar innbrotið átti sér stað og var einn þeirra forstætisráðherra Íslands, Ólafur Thors.

Þegar þjófarnir höfðu komist inn í húsið brutu þeir upp skrifborðsskúffur, þar var þó engin verðmæti að finna. Laun starfsmanna og önnur verðmæti voru geymd í læstum peningaskápum á skrifstofu fyrirtækisins. Með skrúfjárni reyndu þjófarnir að brjóta upp einn skápanna en það tókst ekki. Þá ákváðu þeir að taka skápinn með sér og opna hann annarsstaðar. Á leið sinni út rákust þjófarnir á starfsmann fyrirtækisins, þeir lýstu vasaljósum í augu mannsins og gengu út. Starfsmanninum var brugðið og reyndi hvorki að stoppa mennina né elta þá, hann komst ekki að innbrotinu fyrr en daginn eftir.

Þjófarnir byrjuðu á því að ræna bíl sem lagt var í bifreið og keyra honum að húsnæði Kveldúlfs, þar drösluðu þeir niður 200 kílóa peningaskápnum og náðu að valda töluverðum skemmdum í leiðinni.

Í skápnum reyndist vera töluvert magn af peningum eða 67 þúsund krónur. Maðurinn sem átti bílinn sem þjófarnir stálu tilkynnti lögreglunni um atburðinn og var þá strax lýst eftir bifreiðinni. Starfsmaður hjá Kveldúlfi hafði tekið eftir bílnum um miðnætti þegar þjófnaðurinn átti sér stað.

Peningaskápurinn fannst í nágrenni við Berklahælið á Vífilsstöðum. Þjófarnir höfðu brotið upp botninn á skápnum og tekið allt lausafé, eftir stóðu þó nokkur skuldabréf. Enginn fingraför fundust á skápnum.

- Auglýsing -

Rannsókn málsins bar engan árangur fyrr en í mars þegar lögreglumaður á vakt tók eftir strákum á óskráðu mótorhjólu en þeir hlýddu ekki þegar hann gaf þeim merki um að stöðva hjólið. Farþeginn stökk af hjólinu og flúði en ökumaðurinn náði að stinga lögregluna af. Sá sem flúði fótgangandi náðist þó og gat gefið lögreglu upplýsingar um ökumanninn.

Drengirnir sögðust heita Hannes og Garðar en þeim var sleppt og hjólið tekið. Hannes fór þó og rændi hjólinu af lögreglustöðinni.

Þremur dögum eftir atvikið á mótorjólinu voru Hannes og Garðar handteknir ásamt tveimur öðrum mönnum, Aðalstein og Guðmundi, grunaðir um innbrotið í Kveldúlf. Guðmundur var aðeins 16 ára og Garðar 17 ára, þeir reyndust hafa einir staðið að innbrotinu og var hinum því sleppt. Félagarnir höfðu ítrekað komið við sögu lögreglu síðan þeir voru 11 og 12 ára gamlir.

- Auglýsing -

Síðar kom í ljós að drengirnir tveir höfðu gerst sekir um níu innbrot í byrjun árs 1946. Mikið var um unga þjófa á þessum árum og var fjöldi þjófahópa starfandi, sumir með börnum niður í 9 ára.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -