Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Unglingsdrengur slasaðist þegar flugeldur sprakk í höndum hans: „66°Norður úlpan bjargaði miklu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Unglingsstrákur slasaðist á hendi þegar ónotaður flugeldur sem hann fann á skólalóð, sprakk í höndum hans. Faðir hans hvetur fólk til þess að passa betur upp á flugelda sína.

Artiomas Maminas, sem býr í Hafnarfirði, skrifaði færslu á Facebook-síðu íbúa Norðurbæjar Hafnarbæjar þar sem hann segir frá slysi sem sonur hans lenti í nýverið. Tveir synir hans og félagar þeirra fundu ónotaðan flugeld á skólalóð í bænum og voru forvitnir. Annar sonur Artiomasar fann eldspýtu og kveikti í flugeldinum á meðan hann hélt á honum, óafvitandi að þetta væri slíkur flugeldur sem ekki má halda á. Flugeldurinn sprakk í höndum hans og brenndi part af úlpu hans. Ariomas skrifaði eftirfarandi færslu á síðunni:

„MIKILVÆGT!

Kæru fullorðnir, foreldrar og flugeldaunnendur í Hafnarfirði og um land allt. Síðasta dag fundu synir mínir (14 & 12) og vinur þeirra ónýttan/ónotað flugelda, frekar stóran og til að gera söguna styttri – það SPRAK í hendi hans. Hann fæddist aftur þennan dag. Allt þetta gerðist í fjölskylduvæna hverfinu okkar í skólalandi, þar sem margir krakkar eru forvitnir og það er á OKKAR ábyrgð að sjá um þessi mál. Vinsamlega farið yfir staðsetningar flugeldanna ykkar, safnað þeim, endurunnið. Mundu – það er OKKAR ábyrgð að taka sinna þessum málum í hverfum okkar. Lærum að skemmta okkur ábyrg! Ég læt mynd af hendi hans og jakka fylgja með, ætla ekki að sýna andlit hans – en allt sem ég get sagt – hann er heppinn að hafa augun! Allavega missti hann heyrn á öðru eyranu (tímabundið vonandi) og vissulega, brunasár í andliti og brennt hár! En það er bara heppni og vernd að ofan að hann getur séð framtíð sína! Ekki hunsa! Það er ábyrgð okkar!

Vertu Ábyrgð !“

Ariomas sagði í samtali við Mannlíf að drengurinn hafi ekki slasast alvarlega, hann muni ná sér. Sagði hann að úlpan hefði í raun komið í veg fyrir að ekki færi verr. „Það hljómar kannski skrítið, en 66 gráður norður úlpan bjargaði miklu, hún brann ekki og leyfði ekki eldinum að stækka,“ sagði Ariomas.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Ariomas birti með færslunni.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -