Unglingsstrákur slasaðist á hendi þegar ónotaður flugeldur sem hann fann á skólalóð, sprakk í höndum hans. Faðir hans hvetur fólk til þess að passa betur upp á flugelda sína.
Artiomas Maminas, sem býr í Hafnarfirði, skrifaði færslu á Facebook-síðu íbúa Norðurbæjar Hafnarbæjar þar sem hann segir frá slysi sem sonur hans lenti í nýverið. Tveir synir hans og félagar þeirra fundu ónotaðan flugeld á skólalóð í bænum og voru forvitnir. Annar sonur Artiomasar fann eldspýtu og kveikti í flugeldinum á meðan hann hélt á honum, óafvitandi að þetta væri slíkur flugeldur sem ekki má halda á. Flugeldurinn sprakk í höndum hans og brenndi part af úlpu hans. Ariomas skrifaði eftirfarandi færslu á síðunni:
„MIKILVÆGT!
Vertu Ábyrgð !“
Ariomas sagði í samtali við Mannlíf að drengurinn hafi ekki slasast alvarlega, hann muni ná sér. Sagði hann að úlpan hefði í raun komið í veg fyrir að ekki færi verr. „Það hljómar kannski skrítið, en 66 gráður norður úlpan bjargaði miklu, hún brann ekki og leyfði ekki eldinum að stækka,“ sagði Ariomas.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Ariomas birti með færslunni.