Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Ungur sonur Mundu sá þegar hún skar mann á háls – „Öll ötuð blóði og með áverka á höfði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 25.október árið 1974 fór hinn 28 ára Jóhannes í heimsókn til vinkonu sinnar, Mundu. Hún var búsett á Suðurlandsbraut í Reykjavík ásamt unglingssyni sínum.

Jóhannes og Munda sátu ásamt 15 ára syni hennar og vini hans við drykkju. Unglingarnir ætluðu á ball og yfirgáfu húsið upp úr miðnætti. Þeir komust þó ekki inn á ballið og sneru aftur heim um klukkan tvö.

Þegar þeir bönkuðu á útidyrnar kom Munda til dyra. Hún hleypti drengjunum inn en hljóp svo inn í svefnherbergi eftir að hafa gripið brauðhníf úr eldhúsinu. Sonur Mundu fór á eftir henni og kom þar að í þann mund sem hún skar Jóhannes á háls með hnífnum. Sonur hennar réðst á hana og náði að afvopna hana, kallaði hann svo á vin sinn og bað hann um að hlaupa í næsta hús og hringja á lögreglu. Það gekk hægt að finna síma og varð sonurinn órólegur á biðinni. Hann stökk þá út, braust inn í verslun og hringdi þar á lögreglu og sjúkrabíl. Þegar drengurinn sneri til baka var Jóhannes kominn inn í eldhús, mjög máttfarinn. Verður sonur Mundu þá vitni að því þegar hún tekur upp skæri og vasahníf og stingur Jóhannes með hvoru tveggja. Sonur hennar réðst þá á hana, náði af henni vopnunum og barði hana nokkrum sinnum.

Þegar lögregla kom á vettvang tilkynntu drengirnir að Munda væri inni í svefnherbergi.

„Sat konan þar á dýnu, á nærbuxum einum fata. Var hún öll ötuð blóði og með áverka á höfði og sár á læri. Var annað augað alveg sokkið og hitt mjög blóðugt. Var þegar kölluð til sjúkrabifreið og konan flutt á slysadeild Borgarspftalans,“ sagði í frétt Morgunblaðsins eftir morðið.

Drengirnir tveir voru fluttir í fangageymslu lögreglu en sleppt að loknum yfirheyrslum. Sonur Mundu viðurkenndi að hafa veitt móður sinni áverka í tilraun til að stöðva hana. Munda viðurkenndi að hafa orðið Jóhannesi að bana. Áverkar á líki hans voru þrír, langur skurður var á hálsi, þvert yfir barkann og aftur fyrir eyrun. Þá voru tvö stungusár á líkinu, annað fyrir neðan viðbein og hitt á vinstri öxl. Munda viðurkenndi einnig að hafa áður ráðist á Jóhannes og stungið hann í handlegg, hún hafði áður gerst tvisvar sek um að ráðast á fólk með eggvopni og var þá talin geðveik eftir rannsókn.

- Auglýsing -

Munda var talin ósakhæf og dæmd í ótímabundna gæslu á stofnun. Hún gerðist þó sek um annað morð, þá á sambýlismanni sínum, árið 1992.

Jóhannes var sjómaður og bjó hjá foreldrum sínum, hann var ókvæntur og barnlaus.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -