Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Unglingur laminn í höfuðið með skóflu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynning barst til lögreglunar í nótt vegna um slagsmála í samkvæmi í Kópavogi. Mikill æsingur var á vettvangi er lögreglan bar að garði. Einn gesturinn var fluttur á slysadeild eftir að hafa verið laminn í höfuðið með skóflu. Barnavernd gert viðvart um málið, þar sem þolandi er ekki orðinn sjálfráða.

Samkvæmt dagbók lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu var þó nokkurt annríki. Talsvert var um hefðbundnar ölvunar- og hávaðatilkynningar þessa aðfaranótt sunnudags. Höfð voru afskipti af sex ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengi og/eða fíkniefna. Sex aðilar máttu gista í fangageymslum lögreglu.

Umferðarslys varð í póstnúmeri 104. Minniháttar slys á fólki en tvær bifreiðar voru óökufærar eftir óhappið.

Höfð voru afskipti af ökumanni sem ekki hafði gætt þess að barn, sem var farþegi í bílnum, væri í viðeigandi öryggisbúnaði. Reyndist barnabílstólinn ekki í viðeigandi hæðar- og stærðarflokki þess auk var barnið ekki fest í bílstólinn. Málið var sett í hefðbundið feril og barnavernd gert viðvart.

Lögreglan sinnti útkall vegna hálfmeðvitundarlauss manns fyrir utan öldurhúsi í miðborginni. Hafði hann dottið í hálkunni og hlotið höfuðáverka í fallinu. Hann var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.

Eintaklingur tilkynnir um kynferðisofbeldi að hálfu dyravarða á skemmtistað í miðborginni. Ekki er vitað meira um málið þegar færslan er rituð.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -