Unglingsdrengurinn sem er sakaður um að hafa stungið þrjá unglinga á Menningarnótt hefur verið fluttur af Stuðlum á Hólmsheiði. RÚV greinir frá því að það hafi verið gert í kjölfar líflátshótanna sem meintum geranda bárust en 16 ára stúlka liggur inn á gjörgæslu Landspítalans í lífshættu. Drengurinn hefur verið gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn á heimili sínu 25. ágúst og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til 26. september. Á Hólmsheiði verður starfsfólk frá barnaverndaryfirvöldum honum til aðstoðar. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins miði vel en ekki er talið að um hatursglæp hafi verið að ræða en þeirra sem var stunginn er frá Palestínu.