Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Ungmenni neitaði að yfirgefa strætisvagn og kynferðislega áreitti bílstjórann: „Helvítis tík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá ungmenni á menntaskólaaldri neita að yfirgefa strætisvagn.

Í myndbandinu kallar ungmennið kvenkyns strætóbílstjórann ítrekað „tík“ og „helvítis tík“ á ensku og talar um og við hana á klámfenginn máta. Samskipti þeirra fóru eingöngu fram á ensku. Bílstjórinn hafði stöðvað vagninn til að vísa ungmenninu úr honum. Ungmennið var alls ekki til í að yfirgefa vagninn og sagðist þurfa mæta í skólann. Í myndbandinu heyrist ungmennið sparka í hurð vagnsins og biður bílstjórinn ungmennið að hætta því.

Ekki var skýrt á myndbandinu hvenær upptaka á því fór fram en það var vagnstjórinn sjálfur sem tók það upp.

Mannlíf hafði samband við Strætó til að fá nánari upplýsingar um málið.

„Atvikið átti sér stað síðasta sumar og var farþegi að veipa í vagninum og bað vagnstjóri hann að hætta,“ sagði Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, við fyrirspurn Mannlíf. „Hann hélt áfram að veipa og bað þá vagnstjórinn hann að fara úr vagninum. Málið var leyst með aðkomu lögreglu.“

Þá tók hann fram að vagnstjórinn hafi ákveðið að kæra atvikið ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -