Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ungt par sem slasaðist alvarlega í bílslysi á batavegi: „Framundan er löng og ströng endurhæfing“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söfnun er hafin fyrir ungt par sem slasaðist alvarlega í bílslysi á dögunum. Íris, sem var farþegi í bílnum er á batavegi en kærasti hennar, Hagalín Ágúst, sem keyrði bílinn er enn á gjörgæslu en ekki í lífshættu.

Samkvæmt upplýsingum Mannlífs er ungt par sem lenti í árekstri við annan bíl á Vesturlandsvegi á dögunum, á batavegi, þó langt og strangt bataferli sé framundan. Kona sem keyrði hinn bílinn lést í slysinu.

Samkvæmt ættingja unga mannsins sem keyrði bílinn er kærasta hans Íris á batavegi og „stendur sig eftir atvikum frábærlega.“ Kærasti hennar, Hagalín Ágúst er enn á gjörgæslu en þó ekki lengur í lífshættu. „Það sem við vitum er að framundan er löng og ströng endurhæfing sem mun eflaust hafa áhrif á líf allra fjölskyldumeðlima,“ segir frænka Hagalíns Ágústar. Bætti hún við: „Foreldrar og aðrir aðstandur vilja endilega koma á framfæri þökkum fyrir bænir, hlýhug og góðvild, en við teljum að það hafi bæði veitt aðstandendum og ökumanninum þann styrk sem uppá þurfti þegar útlitið var sem svartast!“

Vinkona móður Hagalíns Ágústs hefur séð um söfnun á Ísafirði en þar bjó fjölskyldan um margra ára skeið. Ef fólk vill styrkja þau er því velkomið að leggja inn á Kt:181181-4519 reikningur: 0154-05-001507

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -