Mánudagur 4. nóvember, 2024
7.8 C
Reykjavik

Ungur knattspyrnumaður tók eigið líf á Húsavík – Ranglega sakaður um nauðgun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn 27 ára gamli Dziugas Petrauskas féll fyrir eigin hendi aðfaranótt mánudagsins 9. ágúst árið 2021, aðeins nokkrum vikum eftir að hann var ranglega ásakaður um nauðgun. Konan sem sakaði Dziugas um kynferðisbrot hefur verið ákærð fyrir rangar sakagiftir.

Dziugas var litháískur knattspyrnumaður en hann flutti til landsins snemma á árinu 2021 og starfaði hjá kísilverinu PCC á Bakka. Hann spilaði með landsliði Litháen í knattspyrnu fyrir komu sína hingað.

Aðfaranótt sunnudagsins 11.júlí sama ár hitti Dziugas konuna í partíi á Húsavík. Þeim náði vel saman og enduðu á að stunda kynlíf inni á baðherbergi hússins þar sem teitið var haldið. Dziugas sagði konuna aldrei hafa gefið í skyn að hún vildi ekki kynlífið og staðfestu vitni að hún hafi viljug farið með honum inn á baðherbergi. Þá heyrðist Dziugas spyrja konuna tvíveigis hvort „þetta væri í lagi“ sem hún játaði. Konan sagðist í skýrslutöku hafa beðið Dziugas um að hætta en síðan frosið. Vitni sögðust heyra vel það sem gekk á og að auðveldlega hefði heyrst ef konan kallaði á hjálp.

Dziugas var dæmdur í þriggja daga gæsluvarðhald á Hólmsheiði. Hann fannst látinn í gríttri fjöru við Hólmavíkurhöfða.

Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717 og netspjall Rauða Krossins. Þar er opið allan sólahringinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -