Víkingasveitin var kölluð út í Mávahlíð 24 þegar 22 ára maður skaut annan mann í andlitið. Talið er að maðurinn hafi síðan legið í eigin blóðpolli fyrir utan húsið þar til óskað var eftir aðstoð lögreglu, hálftíma síðar. Skotið fór inn um munn mannsins og út fyrir neðan annað eyrað en hann náði sér að fullu eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi. Gerandinn skaut tveimur skotum í gegn um rúðu og í átt sjúkraflutningamanna sem báru fórnalambið á börum. Þetta átti sér stað þann 12 maí árið 1992.
„Þegar við studdum hinn slasaða að bílnum bað hann um að kunningi sinn kæmi með ég sagðist ætla að sjá um það en maður inn fór inn í sjúkrabílinn með Birgittu lækni. Hún var að fara að huga að honum þegar ég lokaði annarri vængjahurðinni að aftan. Þá trylltist maðurinn og rauk út. Hann sagði við mig: „Þú sveikst mig, þú sveikst mig“. Ég kallaði þá á lögregluhjálp.
Eftir að maðurinn rauk út kom hann á móti mér og ætlaði að lemja mig. Leikurinn barst upp á gangstéttina og ég spurði manninn hvað hefði komið fyrir. Þá heyrði ég að það var bankað harkalega í glugga. Ég veitti því ekki frekar athygli en svo heyrði ég glerbrot hrynja niður við húsið. Eiginlega samstundis heyrðum við tvo greinilega hvell þó ekki mjög háværan en greinlega skothvell. Þá leit ég upp og sá byssuhlaup standa út um gat á rúðu á efri hæðinni. Ég gerði mér strax grein fyrir hvað var aö gerast, greip í manninn og reif hann fram fyrir bílinn og í skjól. Við settum hann svo aftur inn í bílinn, inn um hliðardyrnar sem voru í skjóli við húsið. Þegar ég lokaði hurðinni trylltist maðurinn aftur. Þá kom hann út og ætlaði að hjóla í mig en hljóp síðan niöur Mávahlíðina,“ sagði þáverandi sjúkraflutningamaðurinn Jóhannes Pétur Jónsson í samtali við DV á sínum tíma.
Við tók nokkur eltingaleikur en maðurinn náðist að lokum. „Maðurinn var svo æstur að það var ekkert annað að gera en að setja á hann handjám á meðan hann var fluttur á slysadeildina,“ sagði Jóhann.
Það var ekki fyrr en náðist að róa manninn niður og þrífa af honum blóðið sem kom í ljós að hann hafi orðið fyrir skoti úr byssu. Maðurinn sagðist fyrst hafa verið sleginn en svo að hann hafi dottið niður stiga.
Skotmaðurinn hlýddi ekki fyrirskipunum lögreglu að yfirgefa íbúðina og við tók um þriggja klukkutíma umsátur fjölmenns lögregluliðs sem síðan handtók manninn. Að sögn lögreglu var fórnalambið gestkomandi í íbúðinni þar sem þrír bræður bjuggu, þeirra á meðal var skotmaðurinn. Vísa átti gestinum á dyr þegar út brutust deilur á milli mannana sem urðu síðan að slagsmálum. Þeir voru allir undir miklum áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Bræður skotmannsins urðu hræddir og lögðu á flótta, alla leið til Grindavíkur. Fórnalambið bað vegfaranda um að hringja á aðstoð. Þegar lögregla kom á svæðið var öllum götum í kring lokað, einnig var nágrönnum gert viðvart og voru þeir beiðnir um að halda sig innandyra vegna hættuástands.
Þegar árásarmaðurinn var loksins fenginn út úr íbúðinni var hátt í tíu lögreglurifflum beint að honum og hann handtekinn.