Eins og Mannlíf greindi frá í dag var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri handtekinn á Spáni í mars. Ekki liggur fyrir hvers vegna hann var handtekinn en Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytis staðfesti í samtali við Smartland að leitað hefði verið til borgaraþjónustu ráðuneytisins í tengslum við handtökuna.
Íslenski ríkisborgarinn sem handtekinn var á Spáni í mars síðastliðnum er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður frá Húsavík. Þetta herma öruggar heimildir Smartlands.
Kristján Einar er trúlofaður söngkonunni Svölu Björgvins, en þau hafa verið saman í nokkur ár.
Kristján Einar er 24 ára og var sakfelldur fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot á síðasta ári. Þá var hann sakfelldur fyrir líkamsárás í héraðsdómi en sýknaður í Landsrétti.