Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Uppgangur í sölu listaverka: Verk Kjarvals fjórfaldast í verði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Olíuverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes S. Kjarval seldist á metverði, 10,8 milljónir í gærkvöld, hjá uppboðshúsinu Fold. Verkið hefur fjórfaldast í verði síðan það var síðast selt fyrir nokkrum árum.

Aukning hefur orðið á sölu frá upphafi covidfaraldursins. Mörg önnur met voru slegin á uppboði gærkvöldsins. Verk eftir Georg Guðna Hauksson, Eggert Pétursson, Stórval og Ísleif Konráðsson seldust til að mynda á allt að tvöföldu matsverði. Jóhann telur aukninguna vera vegna þess að fólk verji nú meiri tíma heima hjá sér en áður og leggi því meira í nærumhverfi sitt.

„Ég held að covid hafi svolítið að segja, fólk eyðir meiri tíma heima hjá sér og er kannski að hugsa meira um heimili sitt og nærumhverfi sitt heldur en skíðaferðir, “ segir Jóhann Ágúst Hansen.

Fold uppboðshús stóð fyrir vefuppboði í gærkvöld. Meðal verka til sölu var olíuverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes S. Kjarval sem var upphaflega í eigu Ragnars í Smára. Mikill áhugi var fyrir verkinu og buðu þátttakendur í það fram á síðustu mínútu. Það seldist á metverði, 10,8 milljónir, þegar öll gjöld eru tekin með.

Á verkinu má sjá höfuð mannanna fjögurra sem stóðu að tímaritinu Fjölni í Kaupmannahöfn en það voru þeir Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson. Fyrsta hefti tímaritsins kom út árið 1835.

Fjórföldun í verði

Athygli vekur að verkið seldist í Danmörku fyrir nokkrum árum á 2,5 milljónir og hefur verð þess því fjórfaldast á stuttum tíma. Jóhann Ágúst Hansen, uppboðshaldari, segir það eitt af óhefðbundnum verkum Kjarvals og það kunni að skýra verðið. Þá hafi jafnframt uppgangur orðið í verkum Kjarvals að undanförnu.

„Fyrir það fyrsta er þetta óvenjulegt verk, þetta er ekki verk sem er kannski algengt fyrir Kjarval. Þó verkið beri öll einkenni Kjarvals þá er það svolítið óvenjulegt. Það er það helsta sem skýrir þetta og fyrir utan það þá er uppgangur í verkum Kjarvals núna, “ segir Jóhann Ágúst.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -