Klaustursbars-uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir segir líf sitt í óvissu; greinir frá því á samfélagsmiðlinum Twitter:
„Ég er með heimaaðstoð frá Reykjavíkurborg 6 tíma á viku. Þyrfti meira. Aðstoðarkonan mín var að byrja í fæðingarorlofi. Vitað í 9 mán; ekki búið að ráða manneskju í staðinn.“
Bætir við:
„Mitt líf er bara í pásu og óvissu. 75 manns bíða líka eftir að fá heimaaðstoð. Búin að leita líka að fjárhags eða mataraðstoð. Rauði krossinn er hættur með allt, hjálpar stofnun kirkjunnar vill helst styðja fjölskyldur með börn, mæðrastyrksnefnd svarar ekki og ekki náð í fjölskylduhjálp. Aðstaða fólks eins og mín versnar dag frá degi. Ég er við uppgjöf.“