Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Uppstokkun í Sjálfstæðisflokknum – Fjórir reynslumiklir þingmenn verða ekki á lista

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppstokkun er ljós hjá Sjálfstæðisflokknum en fjórir reynslumiklir þingmenn flokksins verða ekki á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.

Þingmennirnir fjórir eru þeir Jón Gunn­ars­son, Ásmund­ur Friðriks­son, Birg­ir Þór­ar­ins­son og Teit­ur Björn Ein­ars­son.

Jón Gunnarsson gengdi embætti dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili en þar þótti hann umdeildur. Í atkvæðagreiðslu á fundi kjördæmaráðs í Suðvesturkjördæmi laut hann í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur en hún tekur 2. sæti listans. Jón hefur setið á þingi frá árinu 2007, í 17 ár.

Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður Suðvesturkjördæmis frá 2013 en þótt umdeildur, líkt og Jón, eftir að Píratar uppljóstruðu um háar akstursgreiðslur hans en mest fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar árið 2017. Bauð hann sig nú fram í 3. sæti en Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður hlaut fleiri atkvæði.

Birgir Þórarinsson var kosinn á þing árið 2017 fyrir Miðflokkinn en skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn á miðju tímabili. Áður en hann gekk í Miðflokkinn var hann varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi árin 2010 og 2012.

Teitur Björn Einarsson bauð sig fram í 2. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi en tapaði fyrir Birni Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Teitur hefur verið varaþingmaður og þingmaður frá 2016.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -