Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-3.1 C
Reykjavik

Uppstokkun ráðuneytanna: „Þetta er í alvörunni blautasti draumur frjálshyggjunnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Mikið hefur verið rætt um uppstokkun og breytingar á ráðuneytunum. Inn á síðu Menningarátökin á facebook, viðrar fólk skoðanir sínar og áhyggjur yfir því að viðskipta og menningarmál séu sett saman í eitt ráðuneyti.

Í hópnum segir: „þetta er í alvörunni blautasti draumur frjálshyggjunnar, þar sem menning verður alfarið skilgreind eftir viðskiptahagsmunum, eftir því hvað hún skilar mörgum ferðamönnum til landsins, eftir sölutölum.

Menningarmálaráðuneyti á einmitt að vernda menninguna gagnvart frekjunni í bisnessköllunum – en það er hætt við að það verði lítil vörn í því núna.“

Annar segir: „Menningarviðskiptaráðuneytið byrjar vel. 30% niðurskurður í sviðslistastyrkjum til að tryggja að þeir sem þraukuðu í bransanum í Covid bugist endanlega.
Sviðslistir hefðu sennilega átt að heyra áfram undir umhverfisráðuneytið, því ef þetta er stefnan þá er sviðslistafólk í bráðri útrýmingarhættu.“
Heitar umræður hafa skapast og segir einn fylgjandi hópsins að: „vel að merkja, eruð þið búin að skoða sjálft PDF skjalið af sáttmálanum? Grafíkin er martraðarkennd, akkúrat eins og ég hefði ímyndað mér að vondi kallinn í dystópíubókinni hefði hannað þetta.“
Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort að þessar áhyggjur eigi við rök að styðjast, en augljóslega má finna titringinn í umræðunni eftir tilkynningu ráðuneytanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -