Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Útigangsféð fékk „heyrudda“ í dag: „Ekki gott þegar sveitarstjórn lýgur upp í opið geð á fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kindurnar í Þverárhlíð fengu „heyrudda“ til sín en þurfa áfram að dúsa í kuldanum. Gaddavír var ekki fjarlægður af einni þeirra.

Lygar sveitastjórnaraðila

Steinunn Árnadóttir skrifaði enn eina færslu á Facebook í gær þar sem hún sagði frá hræðilegu ástandi á útigangskindum frá bænum Höfða í Borgarfirði. Sagði hún að hún „hafi eftir talsverða fyrirhöfn“ náð sambandi við héraðsdýralækni vegna útigangskindanna. Sagðist dýralæknirinn hafa heyrt í aðila í sveitastjórn Borgarbyggðar sem hafi fullyrt að búið væri að bregðast við kvörtunum. „Búið væri að smala og gefa kindum.“ En þegar Steinunn athugaði með kindurnar kom í ljós að ekkert hefði verið gert, kindurnar væru þarna ennþá og ekkert fóður hjá þeim. „Það er ekki gott þegar sveitarstjórn lýgur upp í opið geð á fólki. Lygar sem bitna á málleysingjum. Hafið skömm fyrir!“ skrifaði Steinunn og bætti við: „Þið fáið ekki verðlaun á þessu ári fyrir bættan hag málleysingja!!“

Ástandið í dag

Mannlíf sagði frá því í morgun að dýraverndarsinnar hafi ætlað sér að fara í björgunaraðgerð til bjargar kindunum í Þverárhlíð. Steinunn var ein af þeim sem mættu í dag í tilraun til að bjarga kindum sem hafa verið sjálfala um nokkurt skeið í Þverárhlíð í Borgarnesi, með margfalda ullarreifa á sér. Ein þeirra er föst í gaddavír.

Gaddavír flæktur í kindinni

„Framhaldssagan af útigangsfé í Þverárhlíð 30.desember

- Auglýsing -
Út af einhverju var búið að henda heyrudda í vesalingana!
Gaddavírinn var enn á sínum stað vafinn um kindina. Táknrænt: þessar skepnur eiga að líða!!

Ómakið við að koma heyi í þessar kindur hefur sennilega orðið til þess að aðrar kindur fá ekki neitt þennan daginn(sjá myndir).“ Þannig hefst ný færsla frá Steinunni sem hún birti á Facebook. Og færslan hélt áfram: „Einn þátttakandinn í þessum gjörðum í dag af hálfu dýravina varð að orði: „Kúabóndinn á næsta bæ fær ekki að selja mjólkina sína ef vatnskarið hjá kúnum er ekki nógu stórt. Bóndinn hér má pína kindurnar sínar áratugum saman. Alltaf getur hann haldið áfram og selt kjötið af þessum horuðu vesalingum. Ekkert sem stoppar þá framleiðslu. Og fær auk þess greitt fyrir hjá ríkinu Milljónir á ári.”

Ekki margar atvinnugreinar sem standa sig svona vel (HÆÐNI).“

Við færsluna birt Steinunn ljósmyndir af kindunum en þær eru fimm á þessum stað en víðsvegar um sveitina eru útigangskindur frá bóndabænum Höfða.

- Auglýsing -

Hér má sjá nokkrar myndir sem Steinunn tók af fénu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -