Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Útlendingahatararnir eru ekki á 20 milljóna króna jeppum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hristi upp í mörgum nýverið þegar hann á Facebook-síðu sinni skaut hörðum skotum að ríkistjórninni vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda og notaði meðal annars orðið „helvíti“ í þeim pælingum. Hann fékk í kjölfarið tiltalsbréf frá biskupi sem hann líkir við gula spjaldið. Í viðtali við Mannlífið með Reyni Traustasyni ræðir hann meðal annars um þessar pælingar sínar, tiltalsbréfið og flóttamenn. Þá ræðir hann einnig um Radíusbræður og húmor og svo er það dauðinn.

Davíð Þór segir mikilvægt að muna að útlendingahatarar tilheyra sjaldnast elítunni. Samfélagið er á yfirborðinu slétt og fellt og dýru jepparnir eru komnir aftur og menn eru farnir að gambla í verðbréfum. Sérð þú einhvern allt annan veruleika? Er mikil neyð undir? Er mikil fátækt hjá fleirum kannski en hælisleitendum?

„Já, og það er það sem er svo hættulegt. Rasistarnir og útlendingahatararnir eru ekki keyrandi um á 20 milljóna króna jeppum. Þeir eru að draga fram lífið á bótum, sveltandi og horfandi í hverja einustu krónu. Við búum í samfélagi þar sem ríkasta prósentið er með allan auðinn fyrir framan sig, allar kökurnar nema eina: Sá sem verkamaðurinn er með. Og ríki maðurinn segir við verkamanninn: „Passaðu þig á útlendingnum, hann ætlar að taka kökuna af þér.“

Og þannig nær hann að sitja á toppnum og vera í friði og egna þessum hópum hvorum gegn öðrum. Maður skilur það ósköp vel. Þú átt ekki fyrir salti í grautinn, þú átt ekki fyrir tómstundum fyrir börnin þín og þú átt ekki fyrir vetrarflíkum handa þeim og svo sérðu í fréttum að það er verið að flytja hingað inn fólk frá Sýrlandi, flóttamenn, og Ellingsen eru svo góðir að þeir gefa litlu flóttabörnunum fínar Didriksons-vetrarúlpur sem þú getur ekki látið þig dreyma um að þú getir klætt börnin þín í.“

Þarna liggur kannski hluti af meininu.

„Þarna liggur meinið. Nákvæmlega þarna. Ég verð alltaf róttækari og róttækari og rauðari og rauðari í pólitík eftir því sem ég er prestur lenegur og sé betur og kynnist betur fólkinu sem okkar kapítalíska hagkerfi er að skilja út undan.“

- Auglýsing -

Viðtalið við Davíð Þór má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -