Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Útlendingastofnun afturkallar dvalarleyfi fjölda innflytjenda:„Er þetta það sem við stöndum fyrir?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Mannréttindalögmaðurinn Claudia A. Wilson Molloy segir stöðuna í innflytjendamálum á Íslandi vera „alvarlega og fordómalausa“ og bendir á að fjölmargir einstaklingar hafi undanfarið fengið tilkynningu um að dvalarleyfi þeirra hafi verið dregið til baka, þrátt fyrir að þau hafi búið á landinu síðastliðin fjögur ár.

Claudia skrifaði tvær færslur á Facebook þar sem hún vekur athygli á Útlendingastofnun sé þessa dagana að senda innflytjendum sem búið hafa löglega á landinu síðustu ár, bréf um að dvalarleyfi þeirra hafi verið dregið til baka. Segir hún að um sé að ræða meðal annars börn „frá Venesúela, Sómalíu, Sýrlandi og Írak (hingað til) sem hafa búið LÖGLEGA á Ísland í meira en 4 ár.“

Lögmaðurinn spyr í seinni færslunni hvort innflytjendur skipi máli á Íslandi:

„Skipta innflytjendur máli hér á landi?

Við erum að upplifa afar alvarlega og fordæmalausa stöðu núna, til komna vegna stefnu núverandi ríkisstjórnar og útlendingayfirvalda hér á landi!
Þessi staða mun hafa áhrif á HUNDRUÐ ef ekki ÞÚSUND einstaklinga!
Skrifstofa mín hefur borist ógrynni af símtölum og heimsóknum frá örvæntingarfullu fólki sem hefur verið búsett hér á landi í meira en fjögur ár, en því var að berast ákvarðanir eða tilkynningar um fyrirhugaða ákvörðunartöku um að dvalarleyfi þeirra og barna þeirra verði afturkallaðar!“

Segir Claudia í færslunni, sem skrifuð var í gær, að alls hafi tíu einstaklingar leitað hjálpar hjá henni á einum degi.

„Um 10 einstaklinga hafa komið við á skrifstofunni í dag, í leit að hjálp.
HVAÐ ER Í GANGI?
Er þetta það sem við stöndum fyrir? Komum við svona fram við fólk?
Þið getið verið viss um að ég og teymið mitt munum sinna okkar vinnu í þessum málaflokki.“

Að lokum spyr Claudia hver verði næst fyrir barðinu:

„Ég tel það hins vegar afar mikilvægt að almenningi sé gerð grein fyrir þessari fordómalausu stöðu, þar sem löglegir innflytjendur eru orðnir að skotmarki stjórnvalda!
Hverjir verða fyrir barðinu næst?
Einstaklingar af erlendum uppruna sem hafa öðlast ríkisborgararétt hér á landi?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -