Erlingur Karlsson, bróðir Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, spyr á Facebook hvort útvarpsstöðin eigi ekki sinn þátt í andláti fastagests. Konan lést á dögunum en hún hafði hringt nærri daglega í stöðina um áraskeið til að ræða helstu þjóðfélagsmál við þáttastjórnendur.
Erlingur bendir á að síðustu mánuði hafi konan og Pétur Gunnlaugsson oft talað um að þau væru bæði óbólusett gegn COVID og svo hlegið dátt.
Svo smitaðist fastagesturinn af COVID á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, síðastliðinn. Hún var látin þrem dögum síðar.
Erlingur snýr nú frægum orðum Arnþrúðar um Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, við og spyr hvað skildi Útvarp Saga hafa mörg mannslíf á samviskunni?
Erlingur skrifar: „„Hvað skildi Reynir Traustason hafa mörg mannslíf á samviskunni?,“ sagði Arnþrúður á Útvarpi Sögu á sínum tíma í beinni útsendingu og bullaði í framhaldinu. En HVE MÖRG mannslíf skildi Útvarp Saga hafa núna á samviskunni eftir hatur á bólusetningum gegn Covid-19?“
Erlingur rifjar upp þegar rætt var um „eitraðar sprautur“ á stöðinni. „Meira að segja, þá kom oft læknir, Guðmundur Karl Snæbjörnsson, í viðtöl á Útvarpi Sögu, þar sem hann og þáttastjórnandinn töluðu um eitraðar sprautur sem væri dælt í fólk,“ segir Erlingur.
Hann rifjar svo upp samtöl konunnar við Pétur. „Einn þekktur innhringjandi sem hringdi næstum á hverjum degi lést fyrir stuttu úr Covid-19 og talaði oft um að hún væri óbólusett gegn Covid-19. Þáttastjórnandinn Pétur Gunnlaugsson varð oftast fyrir svörum, og „sagðist“ vera óbólusettur eins og hún, og þau hlógu bæði. Pétur reyndar hló með sínum þekkta ógeðslega uppgerðar-hlátri, þegar hann veit ekki hvort hann á að elska Trumph eða Pútín, en hún dó af Covid-19. Blessuð sé minning hennar.