Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Vaknaði upp við jarðskjálftann í nótt: „Manni var ekkert farið að litast á blikuna”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nótt klukkan 04:31 varð jarðskjálfti 3,5 að stærð, 1,9 km norður af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt. Klukkan 04:59 varð þá skjálfti 3,2 að stærð á svipuðum slóðum.

Kennarinn Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, íbúi í Grindavík, viðurkennir að jarðskjálftarnir í nótt og mögu­leg kviku­söfn­un vest­an við fjallið Þor­björn valdi henni töluverðum áhyggjum.

„Það eru allir frekar skelkaðir,“ segir Rannveig. Hún vaknaði upp við skjálftana í nótt. „Það var ansi óþægilegt að vakna upp við þetta og klukkutíminn eftir fyrsta skjálftann var mjög ónotalegur. Ég sat bara með símann uppi í rúmi og skoðaði vedur.is til að kanna upptökin og stærð skjálftans. Manni var ekkert farið að litast á blikuna,” útskýrir Rannveig.

„Þetta var snarpur skjálfti og óþægilegt að vakna við þetta.”

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum vegna vísbendinga um kvikusöfnun vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Mynd / Hákon Davíð

„Þegar maður opnaði samfélagsmiðla þá sá ég að ég var ekki ein um vera skelkuð. Þetta var snarpur skjálfti og óþægilegt að vakna við þetta.”

Rannveig kveðst vera búin að gera einhverjar ráðstafanir ef til rýmingar kæmi. „Við fjölskyldan erum búin að setja nokkrar flíkur ofan í tösku og það er klár listi. Þó svo að líkurnar séu litlar á að eitthvað gerist að þá friðar það mann óneitanlega að vera við öllu búinn.“

Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn – Íbúafundur í Grindavík á mánudag

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -