Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Valda grunaði að eitthvað væri í ólagi áður en Dísarfellið sökk: „Blessaður, þetta er bara í þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valdimar Sigþórsson, betur þekktur sem Valdi Víðátta, var um borð í Dísarfellinu þegar það fórst milli Íslands of Færeyja árið 1997. Hann er nýjasti gestur Sjóarans.

Slysið er tekið fyrir í nýútkominni bók Svövu Jónsdóttur, Heimtir úr Helju.

„Við vorum í kolvitlausu veðri á leiðinni heim og vorum langt á eftir áætlun,“ segir Valdimar er hann rifjar upp hinn örlagaríka dag, í mars 1997. „Inn á gangi var svona vél þar sem maður gat fengið sé súpu, kaffi, kakó og svoleiðis, sjáflvirk. Ég fékk mér kaffi þegar við vorum lagðir af stað til Vestmannaeyjar en þá fannst mér vatnið vera salt. Ég minnist á þetta við vélstjórann og hann segir „Blessaður, þetta er bara í þér“, og svo fórum við bara til Vestmannaeyja.“

Morguninn eftir siglir Dísafellið aftur út frá Vestmannaeyjum, í aftakaveðri. „Við erum sendir upp á dekk til að herða upp í sjóbúnaði en ég var sá eini sem átti flotgalla og er sendur fremst. Og er að herða upp á [gámana til að festa þá niður] en síðan verð ég var við það að það er ekki einn einasti maður á dekki nema ég. Og hann tók svo djöfulli inn á sig að ég tók ekki sjensinn á að hlaupa aftur í. Svoleiðis að ég vissi að þeir myndu taka eftir því að það vantaði mig og myndi slá af. En ég fór inn í þrjúlest til að vera öruggur því hann tók inn á sig alveg upp á mitt skip, sitthvoru megin þegar hann var að veltast. En svo finn ég að hann er að slá af og skýst upp og þá kemur Kalli og segir „Ég bara gleymdi þér!“.“

Valdimar segist mun eftir því hvað var í kvöldmatinn því það hafi verið í gangi megrunarátak hjá Samskipum. „Það voru svona baunahamborgar sem mér fannst ógeðslega vondir. En maður slafraði þessu í sig og fór upp í herbergi. Og það versnar alltaf veðrið og mér fannst alltaf rosalega skrítið hvernig hann valt aldrei meira en svona 10, 12 gráður upp í öldu og vind en svo steinlá hann alltaf í sjó.“

Þetta angraði Valdimar þannig að hann skrapp niður í sjónvarps og samkomuherbergi í skipinu. Og skellti vídeóspólu í tækið. „En svo um miðnætti kemur Palli heitinn fyrsti stýrimaður niður og ég spyr hvort það sé ekki allt í lagi. Hann segir að það sé allt í lagi en ég segi að það séu svo skrítnar hreyfingar á skipinu, hann er ekki eins og láta eins og hann á að láta, hann á að leggjast alveg þokkalega vel upp í vindinn. En hann segir að það sé ekkert sem segir að ekki sé allt í lagi.“ Þegar Valdimar kemur aftur í herbergi sitt sér hann að sjónvarpið og fleira sem var á veggnum, liggur nú í rúmi hans. „Rifnaði af veggnum. Þetta voru helvítis högg sem komu.“ Valdimar kíkti upp á B-dekk og sá ölduna og furðaði sig aftur á hreyfingu skipsins en fór svo aftur niður og ætlaði að reyna að slappa af, sem hann sagði hafa verið ógjörningur. „Svo minnir mig það að hún hafi verið orðin svona eitt, hálf tvö að Kalli kemur upp og bankar hjá mér og segir „Heyrðu Valdi, komdu niður og gerum okkur klára. Farðu í flotgallann“. Þetta var stærsta skipið sem ég hafði verið á, ég hafði ekki haft miklar áhyggjur, ég hafði verið á trillum, togurum og öllu þessu en þetta var stærsta skipið og ég bar svona traust til þess.“

Þegar Valdimar var kominn í flotgallann mundi hann eftir orðum bróður síns heitins, um að muna eftir veskinu og passanum ef hann lenti í svona löguðu. „Það er svo helvítis mál að fá þetta.“ Og það gerði Valdimar. „Og svo til að vera alveg pottþéttur þá tók ég tvo sígarettupakka með mér. Og það kom sé vel því þegar við vorum á síðunni þarna um nóttina var ég sá eini sem var með sígarettur.“

- Auglýsing -

Viðtalið má sjá í heild sinni hér þar sem Valdimar lýsir sjóslysinu sem varð tveimur mönnum að bana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -