Föstudagur 22. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

„Valdið segist vera að verja lýðræðið en notaði leiðtogafundinn til að þungvopna sig með leynd“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er þakkarvert að leiðtogafundurinn í Reykjavík hafi gengið yfir án teljandi mannfalls í vopnuðum átökum sveita herlögreglunnar og ….einhverra annara.“ Þannig byrjar færsla Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks frá því í morgun en hún er vel maríneruð í kaldhæðni.

Í færslunni dregur Kristinn ekkert undan í gagnrýni sinni á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu síðustu tvo daga. Þá fá fjölmiðlar á Íslandi einnig á baukinn fyrir að kafa ekki dýpra en í matseðil gala-kvöldverðar leiðtoganna.

Segir Kristinn að ekki einu orði hafi verið eitt í að finna leið til friðar í Úkraínu né hvernig verja megi mannlíf þar. Segir hann ennfremur engar fréttir hafi borist af dagskrárliðnum „sameiginleg gildi“ sem var víst neðarlega á lista yfir verkefni fundarins. „Vitaskuld ekki orð um pólitíska fangann og blaðamanninn Julian Assange. Þegar ég heimsótti hann í Belmarsh fangelsið í Lundúnum í gær, þar sem hann hefur verið í rúm fjögur ár, gat ég ekki fært honum neinar góðar fréttir frá Reykjavík. Tjónaskrá Úkraínu felur ekki í sér neina tilraun til að skrá tjónið á okkar mannréttindum sem hafa látið verulega á sjá.“

Þá segir Kristinn að lögreglan hafi notað leiðtogafundinn til að „þungvopna sig með leynd – með eins ólýðræðislegum hætti og hugsast getur.“

Lesa má restina af færslunni hér að neðan:

„Lítillega var fjallað um fundinn í heimspressunni, aðallega svona „hverjir voru hvar“ fréttir (sem í dag er líklegast fremur „Vikan á Instagram“) og vakti einna helst athygli að breski forsætisráðherrann stoppaði stutt við, heimtaði að Evrópa hætti að amast við útflutningi sinna flóttamanna til Rúanda – og fór.
Hápunktur Reykjavíkurfundarins fyrir utan matseðilinn á sameiginlegum gala-kvöldverði leiðtoganna (bleikja, lamb og skyr) var samþykki fyrir því að taka upp samevrópskt tjónaskráningarkerfi fyrir skaðann af innrás Rússa í Úkraínu. Tjónaskránna á síðan að nota til grundvallar stríðsskaðabótakröfu þegar búið er að sigra stríðið í Úkraínu. Ekki orð um að finna leið til friðar og verja mannslíf. Þau virðast skipta minna máli en tjón á fasteignum og innviðum.
Það er reyndar verðmætamat sem er býsna vel þekkt á Íslandi.
Neðarlega á lista yfir verkefni fundarins var dagskrárliðurinn „sameiginleg gildi“. Engar fréttir hafa borist af þeim lið í heimspressuna. Ekkert um þau gildi sem sótt er að í Evrópuríkjunum, persónufrelsi, tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi, Vitaskuld ekki orð um pólitíska fangann og blaðamanninn Julian Assange. Þegar ég heimsótti hann í Belmarsh fangelsið í Lundúnum í gær, þar sem hann hefur verið í rúm fjögur ár, gat ég ekki fært honum neinar góðar fréttir frá Reykjavík. Tjónaskrá Úkraínu felur ekki í sér neina tilraun til að skrá tjónið á okkar mannréttindum sem hafa látið verulega á sjá.
Íslendingar fengu að minnsta kosti tveggja daga sýningu á því hvert landið er að stefna með þungvopnaðri lögreglu og hömlum á að geta mótmælt í nánd við eigin leiðtoga. Valdið segist vera að verja lýðræðið en notaði leiðtogafundinn sem tilefni til að þungvopna sig með leynd – með eins ólýðræðislegum hætti og hugsast getur. A.m.k. sá ég að einn þigmaður hafði ekki hugmynd um að risafjármögnun til öryggisgæslu hafði verið notuð til varanlegra kaupa á árásarvopnum. Fyrir herlögregluna.
Vígvæðing lögreglu er til þess að verja fámennisvaldið enda er byssuhlaupunum beint gegn almenningi, fjöldanum. Ef þetta væri að gerast í suðurálfum væru fréttir um undirbúning á vopnuðu valdaráni. Á Íslandi mændi pressan hins vegar bara upp í ginið á fámennisvaldinu og sá ekkert annað en bleikju, lamb og skyr.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -