Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Valtýr barnalæknir vill bólusetningu barna: „Tíðni sjálfsvígstilrauna hefur vaxið gríðarlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þangað var hann fenginn til að ræða yfirvofandi bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára með bóluefni Pfizer, sem samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu í lok síðustu viku.

Valtýr sagði niðurstöður rannsókna á öryggi og verkun bólusetninga svo ungra barna með efninu vera á þá leið að það borgaði sig að bólusetja aldurshópinn.

„Hér á Íslandi hefur viðhorf almennings til bólusetninga barna verið mjög gott. Hér er mjög hátt hlutfall foreldra sem velur það að láta bólusetja börnin sín – sennilega með því hæsta í Evrópu.“ Valtýr segist vel skilja að foreldrar væru í sumum tilfellum uggandi yfir að bólusetja börnin sín, sérstaklega í ljósi upplýsingaflaumsins á samfélagsmiðlum. „[…]upplýsingar sem eru fengnar hvaðan æva að og fólk skrollar í gegnum skjáinn sinn og les alls konar hluti.“

„Það er mjög mikilvægt og í raun og veru alveg frábært að svona mikilvægar ákvarðanir varðandi heilbrigði okkar og ekki síst barnanna okkar sé ekki tekið á samfélagsmiðlum. Heldur sé það gert af til þess bæru fólki sem vinnur við þetta dag og nótt; að fara í gegnum upplýsingar – að fara í gegnum öryggisupplýsingar – og tekur síðan upplýsta ákvörðun í framhaldinu,“ segir Valtýr.

Hlutverk barna í faraldrinum gæti breyst

Valtýr fer yfir það hvernig börn séu að veikjast í mun meiri mæli nú en áður. „Núna eru börnin í kringum þriðjungur þeirra sem eru smitaðir.“ Hann segir að fyrr í faraldrinum hafi það ekki verið börn sem ráku hann áfram. Það hafi ekki helst verið þau sem smituðust og smituðu aðra. Núna sé útlitið allt annað. Þegar svo hátt hlutfall smitaðra séu börn geti hlutverk þeirra í faraldrinum breyst.

„Rökin fyrir því að við ættum kannski að bólusetja öll börn fyrir veirunni eru meðal annars þau að reyna að flýta því að það komist á einhvers konar eðlilegt ástand. Ef við bólusetjum börn þá drögum við úr hættunni á þessum sjaldgæfu fylgikvillum veirunnar. Þessir helstu alvarlegu fylgikvillar veirunnar eru svokallaðir fjölkerfabólgusjúkdómar, sem við höfum vissulega ekki séð marga, en við höfum séð þetta hjá okkur.

- Auglýsing -

Síðan þetta fyrirbæri sem hefur verið kallað long Covid eða langvarandi einkenni eftir Covid, sem hrjáir hluta þeirra barna sem hafa sýkst. Þetta myndum við að öllum líkindum koma í veg fyrir með því að bólusetja börnin okkar.“

Andleg heilsa barna og unglinga fer versnandi

Valtýr talar líka um annan fylgikvilla Covid, sem er ekki eins sýnilegur.

„Síðan má í raun og veru ekki heldur vanmeta áhrifin sem eru til hliðar við sýkinguna sjálfa, sem er þetta álag sem bæði börn og unglingar lenda í; að vera sífellt í smitgát eða sóttkví, eða einangrun, oft endurtekið og oft í langan tíma. Það sem við höfum séð núna undanfarna 20-22 mánuði, er gríðarleg aukning á andlegri vanlíðan hjá unglingum og börnum.

- Auglýsing -

Tíðni sjálfsvígstilrauna hefur vaxið gríðarlega, tilvísunum á barna- og unglingageðdeildina hefur fjölgað um 30-40 prósent.

Það eru þessar hliðarverkanir af sýkingunni og sóttvarnaraðgerðunum og þetta er alveg ofboðslega mikilvægt. Þetta væri í rauninni svona lóð á vogarskálarnar, að segja: þetta er það mikilvægt og þetta hefur það mikil áhrif á heilsu barnanna okkar í heild sinni að það réttlætir bólusetninguna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -