Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Valtýr ýjar að rasisma innan KSÍ: „Skiptir það máli hvort það er Íslendingur eða útlendingur?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlaðvarpsþáttastjórnandinn og íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson gefur í skyn í nýjasta þætti af Mín Skoðun að rasismi spili hlutverk í ákvörðunum aganefndar KSÍ þegar kemur að dæma leikmenn í bann. Sambandið dæmdi nýlega Guðmund Kristjánsson í eins leiks bann fyrir að kýla Böðvar Böðvarsson í andlitið í leik FH og Stjörnunnar en Böðvar hafði gefið Guðmundi olnbogaskot rétt þar á undan. Böðvar var ekki dæmdur í leikbann fyrir sinn þátt í málinu.

„Það er eitt sem mig langar að ræða við þig um,“ sagði Valtýr við Þórhall Dan Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmann, sem var gestur þáttarins. „Það er þetta leikbann sem Guðmundur Kristjánsson fékk hjá Stjörnunni. Þeir áttust þarna við þeir. Hann Böðvar Böðvarsson, títtnefndur Böddi löpp og Böddi gaf honum olnbogaskot og þetta sást alveg. Hinn sló hann reyndar í andlitið og annar þeirra fékk bann en hinn ekki. Mín skoðun: Að slá í andlitið…ef þetta hefði verið útlendingur, samanber marga dóma sem hafa verið hjá aganefnd á Íslandi, þá er þetta að lágmarki tveir leikir bann og hitt. Við höfum séð marga leikmenn með olnbogaskot fá meira en einn leik í bann og mig furðar að annar skuli fá einn leik en hinn ekkert. Skiptir það máli hvort það er Íslendingur eða útlendingur?“ en einhverjir hafa bent á að leikmaðurinn Omar Sowe, þáverandi leikmaður Breiðabliks, hafi verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot fyrir árum síðan

„Það á ekki að gera það, nei,“ svaraði landsliðsmaðurinn fyrrverandi.

„Það gerir það. Það eru margir dómar, ef við förum nokkur ár aftur í tímann og flettum þessum bara upp,“ sagði Valtýr á móti.

„Það á auðvitað ekki að gera það, það eiga gilda sömu reglur um hvort sem þú ert hvitur, brúnn eða blár eða appelsínugulur. Þetta á að vera að sömu reglur gilda um alla,“ sagði Þórhallur svo.

Þeir enduðu svo á vera sammála um að Guðmundur hefði átt að fá tveggja leikja bann en að Böðvar hefði átt að fá einn leik í bann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -