Knattspyrnuliðið Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson en samkvæmt heimildum Mannlífs eru þau frá Víkingi og Breiðabliki.
Mikið hefur verið rætt um framtíð Gylfa á Hlíðarenda en sagt er að Gylfi vilji ólmur komast frá liðinu með það fyrir augum að eiga möguleika á að verða Íslandsmeistari. Gylfi telur sig ekki eiga góðan möguleika á því hjá Val.
Gylfi skoraði 11 mörk í 19 leikjum með Valsmönnum í Bestu deild karla í fyrra en árangur liðsins þótti vonbrigði. Gylfi er mörgum talinn besti knattspyrnumaður í sögu landsins en hann hefur leikið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea. Þá spilaði Gylfi með Breiðabliki á sínum yngri árum
Gylfi hefur leikið 83 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 27 mörk.