Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Valur að selja Gylfa – Sér ekki möguleika á titlum á Hlíðarenda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnuliðið Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson en samkvæmt heimildum Mannlífs eru þau frá Víkingi og Breiðabliki.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Gylfa á Hlíðarenda en sagt er að Gylfi vilji ólmur komast frá liðinu með það fyrir augum að eiga möguleika á að verða Íslandsmeistari. Gylfi telur sig ekki eiga góðan möguleika á því hjá Val.

Gylfi skoraði 11 mörk í 19 leikjum með Valsmönnum í Bestu deild karla í fyrra en árangur liðsins þótti vonbrigði. Gylfi er mörgum talinn besti knattspyrnumaður í sögu landsins en hann hefur leikið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea. Þá spilaði Gylfi með Breiðabliki á sínum yngri árum

Gylfi hefur leikið 83 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 27 mörk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -