Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Valur segir að von hafi kviknað í Úkraínu: „Fólk er búið að vera að undirbúa sig undir stríðsvetur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Valur Gunnarsson segir von hafa kviknað í Úkraínumönnum vegna gagnsóknar gegn Rússum.

Mannlíf heyrði í Vali sem hefur dvalið í Kharkiv í Úkraínu undanfarið og spurði hann út í stemmninguna meðal heimamanna.

„Tja, það var algert fjölmiðlablakkát fyrstu vikuna eftir að sóknin hófst og engin vissi neitt. Síðan koma fréttir af miklum sigrum,“ svaraði Valur og hélt áfram: „Fólk er búið að vera að undirbúa sig undir stríðsvetur og nú er kannski einhver von um að það verði ekki.“

Valur segir að þegar Kherson verði frelsuð „muni Rússar sjá fram á tilgangsleysi stríðsins.“
Þá bætti hann við: „En Pútín má ekki við því að tapa og stríðið mun líklega halda áfram meðan hann er við völd. En ætli hann tóri fram að 70 ára afmælinu eftir þrjár vikur?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -