Sunnudagur 15. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Vantraustið var fellt – Jón Gunnarsson kaus ekki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vantrauststillaga Miðflokksins á hendur matvælaráðherra var rétt í þessu felld á Alþingi.

Stór orð féllu í umræðunni áður en gengið var til atkvæðagreiðslunnar en stjórnarmeðlimir kölluðu tillöguna meðal annars „lýðskrum“ og „leikrit fáránleikans“ á meðan stjórnarandstæðuþingmenn töluðu um „lögbrot“

Alls kusu 23 með tillögunni en 35 kusu gegn henni og einn greiddi ekki atkvæði. Var hún því felld.

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði sérstaklega grein fyrir atkvæði sínu en hann hefur verið afar gagnrýninn á matvælaráðherra Vinstri grænna. Þar gagnrýndi hann áfram Vinstri græna og tilkynnti svo að hann myndi ekki greiða atkvæði í málinu.

Óli Björn Kárason, sem einnig hefur gagnrýnt matvælaráðherra vegna málsins, steig í pontu og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þar sagði hann meðal annars: „Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem vilja fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -