Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Var Bítlalagið svar við spænskum slagara? Nýr hlaðvarpsþáttur Jóns Sigurðar í loftið í dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1967 sló unga tónskáldið Aute í gegn á Spáni með laginu Halelúja númer 1. Þar er spurt stórra spurninga á við það sem Bob Dylan hafði gert í sínum lögum árin þar á undan. Lagið var ekki aðeins vinsælt í heimalandinu því ári síðar gerði þjóðlagarokkarinn Ed Ames lagið vinsælt í sínum flutningi og auðvitað með ensku texta. Þar ber það titilinn Who Will Answer enda spurningarnar áleitnar og tímarnir viðsjárverðir þegar heimsbyggðin óttaðist heimsendi þar sem óvinveitt stórveldin voru komin með kjarnorkuvopn sem tortýmt gátu veröldinni. Árið 1969 tóku síðan Bítlarnir upp lagið Let It Be en þar sem segir meðal annars: There will be an answer, let it be (Því er til að svara, láttu það eiga sig.) Árið 2009 útskýrði Aute að framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækis, en hann nefnir engin nöfn í því sambandi, hefði tjáð sér að Paul McCarteny hefði viljað svara þessu áleitna lagi sínu með laginu Let It Be. „Mitt lag var spurningin,“ sagði Aute, „og Let It Be var svarið.“

Aute

Þessi fullyrðing gengur reyndar í berhögg við það sem Paul hefur sjálfur sagt um tilurð lagsins en á rúntinum með James Corden í þættinum Carpool Karaoke árið 2018 sagði bítillinn að látin móðir hans hefði birst honum í draumi þar sem hún hughreysti hann og sagði að allt yrði í lagi, hann skyldi bara leyfa hlutunum að hafa sinn gang. Hún hét Mary sem kemur heim og saman við efni textans sem talar um Mother Mary. Þó er ekki loku fyrir það skotið að lag Aute hafi vakið Paul til umhugsunar þó móðir hans hefði svo síðar gripið inní ferlið.

Aute, sem var með frægari tónlistarmönnum Spánverja, lést árið 2020 og er talið að kórónaveiran hafi riðið honum að fullu. Auk þess að vinna við tónlist gaf hann út fjölda ljóðabóka, leikstýrði kvikmyndum og gat sér gott orð sem myndlistarmaður. Hann er gerður að umtalsefni í hlaðvarpi Jóns Sigurðar, Rúntað á Rucio, en skáldið Carlos Martínez Aguirre lét Aute eftir geisladisk með lögum sem hlaðvarpsstjórnandinn sjálfur hafði samið við ljóð hans árið 1998. Aute gerði ekkert með þá tónlist og spyr Jón Sigurður hvað olli og þar kemur bítilinn við sögu. Lög þeirra Jóns og Carlosar hafa aldrei verið gefin út en mörg þeirra voru flutt af frábærum íslensku tónlistarmönnum um árabil í Salnum í Kópavogi og víðar. Um þetta má heyra í nýjasta hlaðvarpsþætti Jóns Sigurðar. Þar fá tvö þessara laga að hljóma í flutningi söngvarans Gísla Magna og annarra frábærra tónlistarmanna. Þátturinn birtist á Mannlif.is um klukkan 15:30 í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -