Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Var ráðlagt að hætta á lyfjunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafíu Kristínu Norðfjörð hefur verið synjað um þátttöku í starfsnámi í lögreglufræðum af því að hún tekur kvíðalyfið Sertral. Virka efni í Sertral heitir sertralín og er að finna í þremur lyfjum sem fást hér á landi. Í fyrra fékk 4,1% þjóðarinnar ávísað umræddum lyfjum. Í lögreglufræðunum er nemum kennt að leita sér aðstoðar, það virðist þó bara eiga við þegar þeir eru búnir með námið.

 

„Ég spurði trúnaðarlækninn sem fór yfir málið hvort ég mætti senda henni sérfræðiálit en hún sagði nei við því; sagði að þetta væri bara svona og að þetta væri búið. Hún hefði engu við mitt mál að bæta. Hún sagði meira að segja við mig að hún mælti með því að ég hætti á þessum lyfjum.“

Þetta segir Ólafía Kristín Norðfjörð, sem fékk á dögunum synjun við umsókn sinni um starfsnám sem er þáttur í lögreglufræðanáminu sem hún stundar við Háskólann á Akureyri. Ástæðan? Hún tekur Sertral við kvíða, líkt og 4,1% íslensku þjóðarinnar samkvæmt tölum frá 2018. Heimilislæknir Ólafíu vottaði að hún væri að öðru leyti við góða heilsu. „Ólafía er heilbrigð og fullhæf til þess, heilsufar er gott og almennt ástand ágætt,“ sagði í vottorðinu sem trúnaðarlæknir Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar (MSL) fékk afhent.

„Ég spurði trúnaðarlækninn sem fór yfir málið hvort ég mætti senda henni sérfræðiálit en hún sagði nei við því; sagði að þetta væri bara svona og að þetta væri búið. Hún hefði engu við mitt mál að bæta. Hún sagði meira að segja við mig að hún mælti með því að ég hætti á þessum lyfjum.“

Mannlíf hefur rætt við lækna og lyfjafræðinga og aðra innan heilbrigðiskerfisins sem segja synjunina með ólíkindum. Meta hefði átt andlega heilsu Ólafíu heildstætt, í stað þess að útiloka hana á þeim forsendum að hún tekur Sertral. Ólafía segist hins vegar ekki hafa hitt neinn á vegum MSL, hvorki trúnaðarlækninn né aðra. Öll samskipti fóru fram í gegnum síma og hefur hún enn ekki fengið skriflegan rökstuðning fyrir synjuninni, þrátt fyrir að hafa farið fram á það.

MSL birti tilkynningu í gær þar sem sagði m.a.: „Í þeim tilvikum sem umsækjandi óskar eftir mati á hæfni, þrátt fyrir að hann sé haldinn sjúkdómi eða kvilla sem telst vera útilokandi þáttur, er nauðsynlegt að umsögn eða útskýringu þess sérfræðilæknis sem hefur annast hann vegna sjúkdómsins fylgi vottorðinu. Að öðrum kosti telst vottorðið ógilt.“

Ólafía bendir hins vegar á að hún hafi aldrei hitt sérfræðilækni vegna kvíðans, heldur hafi heimilislæknirinn hennar ávísað kvíðalyfinu. Heilsugæslan er enda skilgreind sem fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og fjölmargir sem fá geðlyfjum ávísað hjá sínum heimilislækni.

- Auglýsing -

Í tilkynningu MSL segir enn fremur að hver umsækjandi sé metinn með tilliti til þess hvort einkenni kunni að vera hamlandi í lögreglustarfi eða ekki. Þessi skilyrði eigi einnig við aðrar starfsgreinar, t.d. flugmenn. Staðreyndin er hins vegar sú að grundvallarmunur er á hæfnismatinu hjá MSL og flugmönnum; á meðan það dugði MSL að fá upplýsingar um lyfjanotkun Ólafíu til að útiloka hana, ganga flugmenn undir mjög viðamikið persónulegt mat, þar sem heilsa viðkomandi er metin með skoðunum og prófunum, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 1178/2011.

Lestu fréttaskýringu um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -