Sælgætisframleiðandi Nói Siríus hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavík innkallað hið sívinsæla Nóa kropp. Við framleiðslu sælgætisins blandaðist hráefni hennar við hráefni annarra súkkulaðihjúpaðra vara fyrirtækisins og getur því Nóa kropp valdið ofnæmisviðbrögðum hjá þeim sem ekki þola heslihnetur eða eru með ofnæmi. Eftirfarandi kom fram á heimasíðunni reykjavik.is
Um er að ræða 200 g pakkningar sem hafa geymsluþol dagsett 28. maí 2025.
Þá segir einnig í tilkynningunni: „Neytendur sem eiga umrædda vöru og hafa ofnæmi- eða óþol fyrir heslihnetum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Nóa Síríusar.“
Þá er neytendum vísað á gæðastjóra Nóa Siríusar í síma 5751800 eða á netfangið [email protected]