- Auglýsing -
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúten) við neyslu á Íslandsnaut hamborgarasósu. Sósan inniheldur hveiti án þess að það komi fram á merkimiða vörunnar. Fyrirtækið Aðföng hefur innkallað vöruna af markaði.

Allar lotur eru innkallaðar með best fyrir dagsetningum fyrir 08-01-2021:
- Vöruheiti: Íslandsnaut Hamborgarasósa, Smash Style
- Strikamerki: 5690350194556
- Nettómagn: 250ml
- Dreifing: Varan var til sölu í verslunum Bónus og Hagkaupa fram til 23. september 2020.
Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].